Enerzair Breezhaler

Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Mómetasón Indacaterol Glýkópyrroníum

Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 1. janúar, 2021

Enerzair Breezhaler inniheldur virku efnin indacaterol, glýkópyrroníum og mómetasón. Indacaterol tilheyrir flokki lyfja sem kallast berkjuvíkkandi lyf. Þegar því er andað að sér slakar það á vöðvunum í veggjum grönnu loftveganna í lungunum. Þetta aðstoðar við að opna öndunarveginn og auðveldar við að koma loftinu inn og út. Glýkópyrroníum tilheyrir flokki múskarínviðtakablokka sem kemur í veg fyrir berkjuþrengingar og víkkar þar með öndunarveginum. Mómetasón tilheyrir flokki lyfja sem kallast barksteri. Barksterar draga úr bólgu í öndunarveginum og hjálpar því smám saman að auðvelda öndun sem og að koma í veg fyrir astmakast. Enerzair Breezhaler er notað til að auðvelda öndun hjá fullorðnum sjúklingum með astma þegar meðhöndlun með langverkandi berkjuvíkkandi lyfi og innöndunarstera í háum skammti dugar ekki til. Astmi veldur því að vöðvar í kringum smærri öndunarvegi í lungum dragast saman (berkjusamdráttur) og bólgna. Helstu einkenni astma eru meðal annars mæði, másandi öndun, spenna fyrir brjósti og hósti. Lyfið er notað daglega til að koma í veg fyrir einkenni astma en ekki eftir þörfum við skyndileg astmaeinkenni.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innöndunarduft

Venjulegar skammtastærðir:
Venjulegur skammtur er innihald eins hylkis til innöndunar á hverjum degi, á sama tíma dags. Skola munn með vatni eftir innöndun en ekki kyngja vatninu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 30 mín.

Verkunartími:
Um 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í upprunalegri þynnu til varnar gegn ljósi og raka við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta sama daginn.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar notkun lyfsins er hætt. Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur andað að þér of miklu af lyfinu fyrir slysni skaltu tafarlaust leita ráða hjá lækninum eða á sjúkrahúsi, eitrunarmiðstöð sími (543 2222). Þú gætir þurft læknishjálp.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkunin sem skráð hefur verið er versnun á astma.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot        
Hækkun á blóðsykri          
Höfuðverkur          
Munnþurrkur          
Sveppasýking í munni        
Sýking og bólga í nefi og koki        
Útbrot og mikill kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þokusýn          
Þvagtregða        
Liðverkir, vöðvaverkir, bakverkir          
Versnun á astma          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með gláku
 • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með sykursýki
 • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
 • þú sért með berklasýkingu í öndunarvegi
 • þú sért með ómeðhöndlaða sýkingu
 • þú sért með þvagteppu
 • þú sért með lág kalíumgildi í blóði

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.

Annað:
Lyfið inniheldur laktósa (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.