Dexól

Hósta- og kveflyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Dextrómetorfan

Markaðsleyfishafi: Laboratoria Qualiphar | Skráð: 2. júlí, 2022

Dexól er hóstastillandi saft sem inniheldur dextrómetorfan. Dexól er notað við þurrum hósta vegna minniháttar ertingar í barkakýli, barka og berkjum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Saft til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 10 ml í senn, að hámarki 4 sinnum á dag. Börn 6-12 ára: 5 ml í senn, að hámarki 4 sinnum á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-30 mínútur.

Verkunartími:
3-6 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki er mælt með samhliða notkun á greipaldinsafa og bitrum appelsínusafa því það getur aukið verkun lyfsins.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Má nota í 6 mánuði eftir opnun.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið reglulega heldur eftir þörfum, mest 4sinnum á dag.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki til staðar lengur.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef mjög stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur, svimi, rugl          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot og kláði        
Ógleði, óþægindi frá meltingarvegi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með astma eða annan öndunarfærasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú sért með barn á brjósti

Meðganga:
Forðast skal notkun Dexóls á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki nota lyfið ef þú er með barn á brjósti nema í samráði við lækni.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára án samráðs við lækni.

Eldra fólk:
Helminga skal skammtana hjá öldruðum.

Akstur:
Í venjulegum skömmtum hefur lyfið ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki er mælt með samhliða notkun alkóhóls. Það getur valdið auknum róandi áhrifum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.