Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)

Lyf gegn frumdýrum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Kínín

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. júlí, 2010

Kínín er bæði notað við malaríu (mýraköldu) og líka vöðvaslakandi til að fyrirbyggja sinadrátt hjá fullorðnum og öldruðum. Það hentar þó ekki sem fyrirbyggjandi lyf við malaríusýkingu. Kínín var fyrsta malaríulyfið sem kom fram og hefur verið notað sem slíkt í meira en 350 ár. Aukaverkanir kíníns eru sumar hverjar hættulegar og því eru nýrri malaríulyf frekar notuð. Margir stofnar sníkilsins hafa þó myndað ónæmi fyrir nýrri lyfjunum og því er kínín ennþá notað þegar þau duga ekki til. Kínín dregur úr áhrifum taugaboða til beinagrindarvöðva og verkar þess vegna vöðvaslakandi. Það er notað til að draga úr mikilli spennu í vöðvum, t.d. er það oft gefið að kvöldi til að fyrirbyggja sinadrátt í fótum yfir nóttina.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir, við sinadrætti: 200 mg að kvöldi. Fullorðnir og börn 12 ára og eldri, við malaríu: 600 mg í senn á 8 klst. fresti í 7 daga. Börn 11 ára og yngri, við malaríu: 10 mg á hvert kg líkamsþyngdar 3svar á dag í 7 daga.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á vöðva: Innan 3 klst. Allt að 4 vikur geta liðið þar til árangur næst við sinadrætti.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið er tekið við malaríu á að ljúka við skammtinn sem var úthlutað þótt einkennin séu ennþá. Ef lyfið er tekið við vöðvakrömpum er óhætt að hætta töku þess þegar einkennin eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef vart verður við einkenni eins og hæga öndun eða skerta meðvitund skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Sjaldnast er þörf á að nota lyfið til lengri tíma. Engin sérstök vandamál fylgja notkun þess í smáum skömmtum við sinadrætti. Æskilegt er að gera hlé á meðferðinni á 3ja mánaða fresti til að meta árangur meðferðarinnar.


Aukaverkanir

Aukaverkanir kíníns koma sjaldnast fram eftir staka skammta en eru líklegri ef lyfið er tekið í lengri tíma eða ef viðkomandi fær ofnæmi fyrir því.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Mæði          
Sjóntruflanir        
Skapgerðarbreytingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Skert heyrn, útbrot, höfuðverkur, ógleði og sjóntruflanir      

Milliverkanir

Aukin hætta er á blóðsykurlækkun.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með astma
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sjóntaugabólgu
  • þú sért með suð fyrir eyrum
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blóðleysi

Meðganga:
Lyfið getur aukið líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar við malaríu eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Aukaverkanir lyfsins geta skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.