Fragmin

Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dalteparín

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. apríl, 1993

Fragmin er blóðþynnandi lyf sem notað er til að meðhöndla blóðtappa og einnig sem fyrirbyggjandi þar sem auknar líkur eru á blóðtappamyndum, t.d. við skurðaðgerðir og hjá sjúklingum sem eru rúmliggjandi vegna bráðra veikinda. Lyfið er einnig notað til meðferðar á kransæðasjúkdómi. Mælt er með inntöku á lágskammta asetýlsalicýlsýru (Hjartamagnýli) með lyfinu. Blóðstorknun er flókið ferli sem fer af stað þegar blóð kemst í snertingu við annað yfirborð en æðaveggi. Ef hætta er á óeðlilegri blóðstorknun og myndun blóðtappa, t.d. eftir aðgerðir, þarf að nota blóðþynnandi lyf. Ef blóðtappi myndast og stíflar slagæð kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í vefjum sem æðin liggur til. Ef blóðtappi stíflar bláæð myndast bjúgur og bólga í vefjum sem æðin liggur frá.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir líkamsástandi og -þyngd.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksstyrkur í blóði næst eftir u.þ.b. 4 klst.

Verkunartími:
Um 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar notkun lyfsins er hætt. Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef blæðingar sjást, t.d. undir húð, eða ef meðvitund skerðist skal leita neyðarhjálpar þegar í stað.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Mælt er með því að meðferð með lyfjum, sem hafa áhrif á storkukerfi blóðsins, sé hætt áður en meðferð byrjar með dalteparín nema notkun lyfsins sé mjög brýn.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Margúll undir húð á stungustað          
Óeðlilegar blæðingar        
Sársaukafullur þroti í húð      
Staðbundin erting          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Samtímis notkun lyfja sem hafa áhrif á storkukerfi blóðs, t.d. asetýlsalicýlsýra, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), mótefni K-vítamíns og dextrön geta aukið segavörnina. Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
  • þú hafir nýlega fengið heilablæðingu
  • þú hafir nýlega gengist undir skurðaðgerð á taugum eða á augum

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er notað.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Ef þú notar dalteparín er mikilvægt að láta alltaf lækna og tannlækna vita af því.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.