Aripiprazol Krka

Sefandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Aripíprasól

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. apríl, 2017

Lyfið inniheldur virka efnið aripíprasól og er notað við geðklofa, við oflæti hjá sjúklingum með geðhvarfasýki og fyrirbyggjandi við oflætiskasti. Geðklofi er jafn tíður hjá konum og körlum, en kemur þó að jafnaði fyrr fram hjá körlum, venjulega seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Hjá konum koma einkennin venjulega fram nokkrum árum seinna. Sjúklingar heyra raddir, sjá ofsjónir, fyllast ranghugmyndum, tal verður ruglingslegt, sjúklingarnir trúa því að aðrir geti lesið hugsanir þeirra og verða tilfinningalega flatir. Kvíði, spenna og depurð fylgja þessum sjúkdómi einnig. Talið er að einkenni geðklofa stafi að hluta til af ójafnvægi á boðefnunum dópamíni og serótóníni í heila þaðan sem skapferli, hegðun og skynjun er stjórnað. Dópamín og serótónín skiptast í undirflokka og dregur aripíprasól úr virkni sumra þeirra en eykur virkni annarra og hefur þannig jákvæð áhrif á gang sjúkdómsins. Aripíprasól er tiltölulega nýtt lyf. Áhrif þess á boðefnakerfi heilans eru nokkuð frábrugðin áhrifum eldri sefandi lyfja. Sú mikilvægasta er að lyfið veldur síður hreyfitruflunum en eldri lyfin. Aukaverkanir sem þessar fylgja gjarnan notkun sefandi lyfja og takmarka notagildi þeirra. Stungulyfið er gefið þegar þörf er á skjótri verkun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Til inntöku: 10-30 mg í senn einu sinni á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Til inntöku: dagar eða vikur geta liðið þar til merki um bata koma í ljós. Þangað til þarf að fylgjast náið með sjúklingnum.

Verkunartími:
24-36 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Jafnvel þótt líðan sé betri á hvorki að breyta skammtinum né hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækninn sem ávísaði lyfinu.

Langtímanotkun:
Merki um síðkomna hreyfitruflun (tardive dyskinesia) getur komið fram við langtímanotkun og þarf hugsanlega að minnka skammta eða hætta meðferð vegna þeirra. Þessi einkenni geta versnað tímabundið eða jafnvel komið í ljós eftir að meðferð er hætt.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru hreyfitruflanir sem líkjast einkennum parkinsonsveiki, ósjálfráðrar hreyfingar, óeirð, stífleiki og hreyfingartregða. Einu nafni kallast þessi einkenni utanstrýtueinkenni (extrapyramidal symptoms). Þessi einkenni koma þó oftast ekki í ljós nema við langvarandi notkun lyfsins og þarf hugsanlega að minnka skammta eða hætta meðferð vegna þeirra. Áhrifa lyfsins gætir víða í heila og koma þessi einkenni fram þegar jafnvægi boðefna sem eiga þátt í því að stjórna hreyfingum raskast.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin munnvatnsframleiðsla          
Eirðarleysi, skjálfti          
Hár hiti, stífleiki í vöðvum og breytt hugarástand      
Hraður hjartsláttur        
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni          
Hækkun á blóðsykri          
Höfuðverkur, þreyta, svefnleysi          
Krampar        
Kvíði          
Meltingartruflanir          
Mikill hiti, vöðvastirðleiki og ójafnvægi      
Ógleði, uppköst, hægðatregða          
Svimi, svefnhöfgi          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þokusýn          

Milliverkanir

Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á verkun lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú hafir fengið heilablóðfall eða heilablæðingu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Er stundum næmara fyrir lyfinu og því ætti að íhuga minni upphafsskammta.

Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Gæta skal varúðar þegar áfengi er notað samtímis töku lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Fylgjast þarf með blóðsykursgildum hjá sjúklingum með sykursýki eða þeim sem eru í áhættu að fá sykursýki. Stungulyfið má ekki gefa í bláæð eða undir húð. Fylgjast skal vel með fólki sem fær lyfið í vöðva.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.