Dostinex
Kvensjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Kabergólín
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. júlí, 1993
Kabergólín, virka efnið í Dostinex, líkist taugaboðefninu dópamíni og hefur að hluta til sömu áhrif og það. Dópamín og kabergólín hamla framleiðslu prólaktíns, hormóns sem örvar mjólkurmyndun í brjóstum. Kabergólín er því notað við of mikilli mjólkurmyndun hjá konum eftir fæðingu. Líka við ófrjósemi sem stafar af of miklu magni prólaktíns í blóði. Kabergólín er einnig notað fyrir sjúklinga með æxli í heiladingli ef æxlið veldur offramleiðslu vaxtar- eða mjólkurhormóna. Kabergólín verkar í lengri tíma en önnur lyf sem eru notuð í sama tilgangi og virðist þolast betur í sumum tilfellum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Til að draga úr mjólkurmyndun eftir fæðingu: 1 mg í einum skammti innan sólarhrings frá fæðingu; til að stöðva mjólkurmyndun: 0,25 mg í senn 2svar á dag í 2 daga; við of mikilli mjólkurmyndun: 0,5-1 mg á viku, skipt í 1-2 skammta. Stærri skammtar eru þó stundum notaðir. Töflurnar takist inn með mat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Dregið úr of mikilli mjólkurmyndun: 3 klst. (tíðablæðingar hefjast eftir um 1 mánuð).
Verkunartími:
1-2 vikur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið er tekið að staðaldri skaltu ekki hætta töku þess nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni
Langtímanotkun:
Tíðni aukaverkana eykst þegar lyfið er notað í lengri tíma.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru tíðari eftir því sem skammtar eru stærri og meðferðartími er lengri. Hægt er að draga úr aukaverkunum með því að byrja á litlum skömmtum sem eru síðan auknir smám saman.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Geðdeyfð | |||||||
Hiti | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Kviðverkir, meltingartruflanir, hægðatregða | |||||||
Lágur blóðþrýstingur | |||||||
Náladofi | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Yfirlið |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Clarithromycin Krka
- Klacid
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Zitromax
Getur haft áhrif á
- Abilify
- Abilify Maintena
- Abilify Maintena (Lyfjaver)
- Afipran
- Aripiprazol Krka
- Aripiprazol Medical Valley
- Aripiprazol W&H
- Buronil
- Cisordinol
- Cisordinol Acutard
- Cisordinol Depot
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Fluanxol Depot
- Fluanxol Mite
- Haldol
- Haldol Depot
- Litarex
- Nozinan
- Olanzapin Actavis
- Peratsin
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Seroquel Prolong
- Trilafon dekanoat
- Truxal
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Zalasta
- Zeldox
- Ziprasidon Actavis
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú hafir átt við einhver geðræn vandamál að stríða
- þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með magasár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Lyfið hemur mjólkurmyndun.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.