Brimonidin Bluefish
Glákulyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Brimonidin
Markaðsleyfishafi: Bluefish | Skráð: 1. apríl, 2018
Virka efnið brimonidin, er notað til að lækka hækkaðan augnþrýsting hjá sjúklingum með hægfara gláku (gleiðhornsgláku) eða hækkaðan augnþrýsting. Lyfið er bæði notað eitt sér þegar ekki er hægt að nota beta-blokka eða sem viðbótarmeðferð með öðrum lyfjum sem lækka augnþrýsting. Talið er að brímónídín lækki augnþrýsting með því að draga úr myndun augnvökva og með því að auka útflæði frá æðahjúp og hvítu augans.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Augndropar.
Venjulegar skammtastærðir:
1 dropi í auga 2svar á sólarhring á u.þ.b. 12 klst. fresti.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksverkun næst eftir 2 klst.
Verkunartími:
A.m.k. 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 4ra vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að nota lyfið nema að ráði læknis.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef fleiri dropar eru notaðir en mælt er fyrir um eru meiri líkur á aukaverkunum (sjá kafla um aukaverkanir). Ef lyfið er tekið inn fyrir slysni (drukkið) ætti strax að hafa samband við lækni eða sjúkrahús. Einkenni slíkrar ofskömmtunar eru meðal annars syfja, vöðvamáttleysi, lágur líkamshiti, fölvi og öndunarerfiðleikar.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með augnþrýstingi til að meta áhrif lyfsins.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru munnþurrkur, aukin blóðsókn til augna og sviði eða stingur í augum. Augnofnæmi er einnig nokkuð algeng aukaverkun. Slík ofnæmiseinkenni koma yfirleitt fram 3-9 mánuðum eftir að meðferð hefst.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Augnþurrkur | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Erting í auga, sjóntruflanir, ljósfælni | |||||||
Ofnæmisviðbrögð í auga | |||||||
Syfja, þreyta, þróttleysi | |||||||
Brenglað bragðskyn | |||||||
Einkenni frá efri öndunarvegi (líkist kvefi) | |||||||
Einkenni frá meltingarfærum |
Milliverkanir
Ef önnur staðbundin augnlyf eru notuð samtímis, þurfa að líða a.m.k. 5-15 mín. á milli ídreypinga. Mælt er með að varúðar sé gætt þegar blóðþrýstingslækkandi lyf og/eða hjartaglýkósíðar eru notuð samtímis brimonidini.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Aritavi
- Bupropion Teva
- Cymbalta
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Efexor Depot
- Klomipramin Viatris
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Yentreve
- Zyban
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Atarax
- Azilect
- Buprenorphine Alvogen
- Concerta
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Hydromorphone Hydrochloride Injection USP
- Hydroxyzine Medical Valley
- Imomed
- Imovane
- Leptanal
- Librax
- Medikinet
- Medikinet CR
- Methylphenidate Medical Valley
- Methylphenidate Sandoz
- Methylphenidate STADA
- Methylphenidate Teva
- Metylfenidat Actavis
- Mogadon
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Parkódín
- Parkódín forte
- Pethidine BP
- Rasagilin Krka
- Risolid
- Ritalin
- Ritalin Uno
- Rivotril
- SEM mixtúra
- Sobril
- Stesolid
- Stilnoct
- Suboxone
- Tafil
- Tafil Retard
- Targin
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðrásarkvilla
- þú sért með blóðþrýstingsvandamál
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú eigir við þunglyndi að stríða
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota lyfið.
Börn:
Lyfið er venjulega ekki ætlað börnum og má ekki nota fyrir börn sem eru yngri en 2 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið þreytu og/eða syfju sem getur skert hæfni til aksturs. Lyfið getur einnig valdið tímabundnum sjóntruflunum, einkum að næturlagi eða í ljósaskiptum.
Áfengi:
Lyfið getur aukið áhrif áfengis.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Rotvarnarefni í augndropunum getur skemmt mjúkar augnlinsur. Fjarlægja skal augnlinsur fyrir notkun og þær má setja í að nýju 15 mín. síðar.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.