Xonvea
Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Doxýlamín Pýridoxín
Markaðsleyfishafi: CampusPharma AB | Skráð: 5. maí, 2022
Xonvea er lyf sem er notað hjá þunguðum konum til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst. Lyfið er notað þegar aðrar meðferðir en lyfjameðferðir hafa ekki virkað. Xonvea inniheldur tvö virkinnihaldsefni doxýlamín og pýridoxín. Doxýlamín er í flokki andhistamína en pýridoxín er B6-vítamín. Bæði þessara efna hafa klígju- og ógleðistillandi virkni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
2-4 töflur á dag. Inntökuleiðbeiningar: 2 töflur fyrir svefn. Ef það dugar ekki til að draga úr ógleði og hún er enn til staðar síðdegis daginn eftir má taka 1 töflu að morgni og svo 2 töflur fyrir svefn. Mest má hækka skammt upp í 1 töflu að morgni, 1 töflu um miðjan dag og svo 2 töflur fyrir svefn. Töflurnar á að taka heilar með vatnsglasi á fastandi maga.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við sólarhring.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Lyfið er fyrir þungaðar konur svo ekki hugsað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Munnþurrkur | |||||||
Þreyta, svimi, syfja |
Milliverkanir
Það má ekki taka hósta- og kveflyf, svefnlyf eða tiltekin verkjalyf sem hafa róandi áhrif á miðtaugakerfið og það má ekki drekka áfengi á meðan lyfið er tekið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apomorfin PharmSwed
- Azilect
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Benylan
- Buprenorphine Alvogen
- Circadin
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Haldol
- Haldol Depot
- Hydromorphone Hydrochloride Injection USP
- Imomed
- Imovane
- Klomipramin Viatris
- Leptanal
- Lioresal
- Magical Mouthwash
- Melatonin Bluefish
- Melatonin Evolan
- Melatonin Teva
- Melatonin Vitabalans
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Paradorm
- Parkódín
- Parkódín forte
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Rasagilin Krka
- Rivotril
- SEM mixtúra
- Slenyto
- Sobril
- Stesolid
- Stilnoct
- Suboxone
- Tafil
- Tafil Retard
- Targin
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Zopiclone Actavis
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með astma
- þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
- þú sért með magasár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með stíflu í þörmum
- þú sért með stíflu í þvagblöðrunni
Meðganga:
Lyfið er ætlað til notkunar á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og gæti valdið barninu skaða.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er ætlað þunguðum konum og því ekki eldra fólki sem er ekki á barneignaraldri.
Akstur:
Það á ekki að aka, hjóla eða nota verkfæri eða vélar á meðan lyfið er tekið.
Áfengi:
Það má ekki drekka áfengi samhliða lyfinu.
Íþróttir:
Geta komið falskt jákvæðar niðurstöður á skimunarprófi þvags fyrir metadóni, ópíötum og PCP.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.