Mirvaso
Húðlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Brimonidin
Markaðsleyfishafi: Galderma Nordic | Skráð: 1. mars, 2016
Mirvaso inniheldur virka efnið brimonidín, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-adrenvirkir viðtaka örvar. Lyfið er borið á húð í andliti til að meðhöndla húðroða í andliti vegna rósroða (rosacea) hjá fullorðnum sjúklingum. Roði í andliti af völdum rósroða stafar af miklu blóðflæði í húð andlitsins sem veldur útvíkkun lítilla æða í húðinni. Þegar Mirvaso er borið á húðina skreppa litlu æðarnar í húðinni saman aftur sem minnkar blóðflæði og roða.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hlaup
Venjulegar skammtastærðir:
Til notkunar á andlit einu sinni á sólarhring, á hentugum tíma fyrir sjúklinginn, svo lengi sem roði í andliti er
til staðar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksverkun næst eftir 1-2 klst.
Verkunartími:
A.m.k. 12 -24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Mirvaso er notað daglega og byrjar að virka á fyrsta meðferðardegi. Ef þú gleymir að nota dagskammt
mun roðinn ekki minnka þann dag. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst
hefur að taka.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hafðu samband við lækninn áður en meðferð er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú notar meira af lyfinu en sem nemur hámarksdagskammti innan 24 klukkustunda getur það leitt
til húðertingar eða aukaverkana á ákomustað. Endurteknir skammtar innan sama sólarhrings gætu leitt
til aukaverkana sem ekki hafa komið fram áður með venjulegri notkun í klínískum rannsóknum, svo
sem lágs blóðþrýstings, sljóleika eða syfju.
Hafðu samband við lækninn, sem mun ráðleggja þér hvað gera skal.
Langtímanotkun:
.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru roði eða húðerting.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólga og roði í augnlokinu | |||||||
Höfuðverkur, munnþurrkur | |||||||
Nefstífla | |||||||
Sundl | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þrymlabólur | |||||||
Ofhvítnun húðar | |||||||
Roði í húð, brunatilfinning í húð eða kláði |
Milliverkanir
.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Aritavi
- Bupropion Teva
- Cymbalta
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Efexor Depot
- Klomipramin Viatris
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Yentreve
- Zyban
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Atarax
- Azilect
- Buprenorphine Alvogen
- Concerta
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Hydromorphone Hydrochloride Injection USP
- Hydroxyzine Medical Valley
- Imomed
- Imovane
- Leptanal
- Librax
- Medikinet
- Medikinet CR
- Methylphenidate Medical Valley
- Methylphenidate Sandoz
- Methylphenidate STADA
- Methylphenidate Teva
- Metylfenidat Actavis
- Mogadon
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Parkódín
- Parkódín forte
- Pethidine BP
- Rasagilin Krka
- Risolid
- Ritalin
- Ritalin Uno
- Rivotril
- SEM mixtúra
- Sobril
- Stesolid
- Stilnoct
- Suboxone
- Tafil
- Tafil Retard
- Targin
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með blóðrásarkvilla
- þú sért með blóðþrýstingsvandamál
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú eigir við þunglyndi að stríða
Meðganga:
Ekki er mælt með notkun Mirvaso á meðgöngu
Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið meðan barn er haft á brjósti
Börn:
Börn og unglingar yngri en 18 ára mega ekki nota lyfið
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Mirvaso hefur engin marktæk áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.
Áfengi:
.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Rotvarnarefni í augndropunum getur skemmt mjúkar augnlinsur. Fjarlægja skal augnlinsur fyrir notkun og þær má setja í að nýju 15 mín. síðar.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.