Slenyto
Svefnlyf og róandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Melatónín
Markaðsleyfishafi: RAD Neurim | Skráð: 1. desember, 2019
Slenyto er svefnlyf sem inniheldur virka innihaldsefnið melatónín og er það ætlað börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára sem þjáist af svefnleysi vegna röskun á einhverfurófi og/eða Smith-Magenis heilkenni. Melatónín er hormón sem myndast í heilaköngli. Áhrif þess eykst þegar dimmt er orðið og nær hámarki um miðja nótt, eða um kl. 2-4 eftir miðnætti og minnkar svo þegar birta tekur. Þannig tekur melatónín þátt í því að stilla okkar eðlislægu klukku sem veldur því að okkur syfjar á kvöldin og við erum vakandi á daginn. Melatónín getur bætt svefngæði, stytt biðtíma eftir svefni og dregið úr fjölda vöknunartilvika, líkt og önnur svefnlyf.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
2-5 mg í senn 0,5-1 klst. fyrir svefn, með eða eftir mat. Töflurnar gleypist heilar, EKKI má brjóta, mylja eða tyggja þær.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um það bil 1 klst. Hámarksverkun næst innan 2 klst.
Verkunartími:
Innan 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú sofnar án þess að taka lyfið skaltu sleppa skammti.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Leitið ráða hjá lækninum áður en hætt er að taka lyfið.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni eða eitrunarmiðstöð s: 543-2222 ef of stór skammtur er tekinn. Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Stórir skammtar geta valdið svefndrunga.
Langtímanotkun:
Reglulega ætti að fylgjast með ávinningi lyfsins til að ganga úr skugga um að lyfið sé enn heppilegasta meðferðin.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svefnhöfgi, þróttleysi, skapsveiflur og höfuðverkur.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Breytingar á hegðun eða skapferli | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Höfuðverkur, bakverkur | |||||||
Kokbólga | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þróttleysi |
Milliverkanir
Reykingar geta minnkað styrk melatóníns.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Adalat Oros
- Alprazolam Krka
- Alprazolam WH (hét áður Alprazolam Mylan)
- Alvofen Express
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Asubtela
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Cleodette
- Cypretyl
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Harmonet
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Imomed
- Imovane
- Kliogest
- Lenzetto
- Librax
- Livial
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Modifenac
- Mogadon
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Novofem
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Parapró
- Qlaira
- Rewellfem
- Rimactan
- Risolid
- Ryego
- Síprox
- Sobril
- Stesolid
- Stilnoct
- Tafil
- Tafil Retard
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tibolon Orifarm
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Xonvea
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zopiclone Actavis
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sjálfsnæmissjúkdóm
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Talið er að lyfið geti borist í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga því ekki að nota lyfið.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir. Lyfið er ætlað börnum 2-18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svefndrunga. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis á meðan lyfið er tekið þar sem áfengi dregur úr virkni lyfsins á svefn.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.