Slenyto

Svefnlyf og róandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Melatónín

Markaðsleyfishafi: RAD Neurim | Skráð: 1. desember, 2019

Slenyto er svefnlyf sem inniheldur virka innihaldsefnið melatónín og er það ætlað börnum og unglingum á aldrinum 2-18 ára sem þjáist af svefnleysi vegna röskun á einhverfurófi og/eða Smith-Magenis heilkenni. Melatónín er hormón sem myndast í heilaköngli. Áhrif þess eykst þegar dimmt er orðið og nær hámarki um miðja nótt, eða um kl. 2-4 eftir miðnætti og minnkar svo þegar birta tekur. Þannig tekur melatónín þátt í því að stilla okkar eðlislægu klukku sem veldur því að okkur syfjar á kvöldin og við erum vakandi á daginn. Melatónín getur bætt svefngæði, stytt biðtíma eftir svefni og dregið úr fjölda vöknunartilvika, líkt og önnur svefnlyf.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
2-5 mg í senn 0,5-1 klst. fyrir svefn, með eða eftir mat. Töflurnar gleypist heilar, EKKI má brjóta, mylja eða tyggja þær.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um það bil 1 klst. Hámarksverkun næst innan 2 klst.

Verkunartími:
Innan 12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú sofnar án þess að taka lyfið skaltu sleppa skammti.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Leitið ráða hjá lækninum áður en hætt er að taka lyfið.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við lækni eða eitrunarmiðstöð s: 543-2222 ef of stór skammtur er tekinn. Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Stórir skammtar geta valdið svefndrunga.

Langtímanotkun:
Reglulega ætti að fylgjast með ávinningi lyfsins til að ganga úr skugga um að lyfið sé enn heppilegasta meðferðin.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svefnhöfgi, þróttleysi, skapsveiflur og höfuðverkur.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á hegðun eða skapferli          
Gula        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Höfuðverkur, bakverkur          
Kokbólga          
Sjóntruflanir          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þróttleysi          

Milliverkanir

Reykingar geta minnkað styrk melatóníns.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með sjálfsnæmissjúkdóm

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Talið er að lyfið geti borist í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga því ekki að nota lyfið.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir. Lyfið er ætlað börnum 2-18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svefndrunga. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis á meðan lyfið er tekið þar sem áfengi dregur úr virkni lyfsins á svefn.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.