Tavneos

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Avacopan

Markaðsleyfishafi: Vifor Fresenius Medical Care Renal Pharma France | Skráð: 4. mars, 2024

Tavneos er notað með öðrum lyfjum, rítúxímabi eða cýklófosfamíði, til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með smám saman versnandi sjúkdóma af völdum bólgu í litlum æðum sem kallast hnúðaæðabólga eða smásæ fjölæðabólga. Tavneos inniheldur virka efnið avacopan sem er svokallaður magnaviðtakahemill. Avacopan hindrar virkni magnaviðtaka 5a sem að gegnur lykilhlutverki í örvun bólgu og dregur þannig úr bólgumyndun í æðum sem fram kemur við hnúðaæðabólgu og smásæja fjölæðabólgu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
30 mg (3 hylki) tvisvar á dag, að morgni og á kvöldin, með mat. Það má ekki mylja, tyggja eða opna hylkin.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Það á að forðast greipaldin og greipaldinsafa á meðan meðferð með lyfinu stendur.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef sjúklingur gleymir að taka skammt skal taka skammtinn eins fljótt og hægt er, nema minna en þrjár klukkustundir séu í næsta áætlaðan skammt. Ef skammtur er áætlaður innan þriggja klukkustunda á ekki að taka skammtinn sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Höfuðverkur          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Mæði, lungnabólga        
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Sýkingar          
Særindi í hálsi          

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við ýmis lyf, láttu lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur. Lyfið milliverkar við Jóhannesarjurt og því á ekki að nota hana á sama tíma og Tavneos.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með einhverja sýkingu
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með krabbamein

Meðganga:
Það má ekki nota lyfið á meðgöngu og það er ekki ætlað konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf:
Rannsóknir eru ófullnægjandi. Læknir metur hvort hætti eigi brjóstagjöf eða stoppa meðferð með lyfinu.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í nýrnasjúkdómum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.