Fentanyl Actavis
Verkjalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Fentanýl
Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. desember, 2008
Fentanyl Acatavis er verkjastillandi lyf. Lyfið er skylt morfíni og hefur sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Það er notað við langvinnum verkjum sem eru næmir fyrir morfínlyfjum, svo sem sársauka vegna krabbameins. Lyfið á hins vegar ekki að nota gegn skyndilegum verkjum eða verkjum eftir skurðaðgerðir. Þol getur myndast gegn lyfinu og sífellt stærri skammtar geta orðið nauðsynlegir. Það er þó mjög einstaklingsbundið hversu hratt þolið myndast. Notkun lyfsins fylgir einnig ávanahætta. Í Fentanyl Actavis er virka efnið fentanýl bundið í svokölluðum forðaplástri sem gefur lyfið frá sér jafnt og þétt í gegnum húðina og inn á blóðrásina. Á þann hátt fæst jöfn verkjastilling í þann tíma sem lyfið er notað. Athugið að ef sjúklingur fær sótthita getur meira af lyfinu borist úr plástrinum inn í blóðrásina og þá þarf að fylgjast vel með viðkomandi og jafnvel að minnka lyfjaskammtinn. Plásturssvæðið má helst ekki hitna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðaplástur á húð.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir aldri, heilsufari, því hversu miklir verkirnir eru og fyrri notkun verkjalyfja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
12-24 klst. í upphafi meðferðar.
Verkunartími:
Um 72 klst., en þá skal skipta um plástur. Við áframhaldandi notkun helst verkun stöðug þegar skipt er um plástur á 72 klst. fresti.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Gætið þess líka að börn komist ekki í notaða plástra og fargið þeim strax og örugglega eftir notkun.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu nýjan plástur um leið og þú manst eftir því og haltu síðan áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvöfaldan skammt í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að nota lyfið nema í samráði við lækni. Notkun lyfsins skal hætt smátt og smátt í fullu samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni sem fyrst. Ef öndun er hæg eða óregluleg, eða ef meðvitund skerðist þarf að koma sjúklingi strax til læknis.
Langtímanotkun:
Þol myndast við áhrifum fentanýls og því getur þurft að stækka skammtana. Hversu hratt þol myndast er einstaklingsbundið. Meiri hætta er á ávana og fíkn sé lyfið notað í langan tíma.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði og uppköst (28%) og syfja (23%). Alvarlegasta aukaverkunin er hömlun öndunar en hún er háð skömmtum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Flensulík einkenni, kviðverkir | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Höfuðverkur, syfja, munnþurrkur | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða, meltingartruflanir | |||||||
Skapgerðarbreytingar, kvíði | |||||||
Svimi, róandi áhrif | |||||||
Svitamyndun | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Fentanýl getur valdið auknum bælandi áhrifum með grunnri öndun, lágþrýstingi, miklum sefandi áhrifum og dái samtímis notkun lyfja sem hafa áhrif á miðtaugakerfið. Til þeirra lyfja teljast til dæmis þunglyndislyf, sefandi lyf, svefnlyf, almenn svæfinga- og deyfingalyf, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf og áfengi. Því þarf að fylgjast mjög náið með sjúklingum sem fá þessi lyf samtímis fentanýli.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Akynzeo
- Alphagan
- Alunbrig
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Baclofen Sintetica í mænuvökva
- Baklofen Viatris
- Brimonidin Bluefish
- Buccolam
- Candizol
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cordarone
- Diacomit Lyfjaver
- Diflucan
- Dropizol
- Elvanse Adult
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Klacid
- Lioresal
- Midazolam Medical Valley
- Mirvaso
- Naltrexone Hydrochloride
- Paxlovid
- Scemblix
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Simbrinza
- Sporanox
- Tavneos
- Vfend
- Volidax
- Voriconazole Accord
- Xonvea
- Zitromax
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm, svo sem astma eða berkjubólgu
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
- þú hafir haft mikinn höfuðverk eða fengið höfuðáverka
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Auknar líkur eru á aukaverkunum, oftast eru minni skammtar notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur áhrif á viðbragðsflýti og aksturshæfni. Ekki aka bíl á meðan lyfið er notað.
Áfengi:
Áfengi eykur öndunarhemjandi áhrif fentanýls. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er notað.
Íþróttir:
Bannað í keppni.
Fíknarvandamál:
Fentanyl Actavis getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.