Galantamin STADA

Lyf við heilabilun | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Galantamín

Markaðsleyfishafi: STADA Arzneimittel | Skráð: 1. apríl, 2018

Galantamin er notað við Alzheimersjúkdómi sé hann vægur eða á millistigi. Við Alzheimersjúkdóm minnkar magn boðefnisins asetýlkólíns í heila en það tekur þátt í flutningi upplýsinga milli taugafrumna í heilanum. Skerðing verður á starfsemi heilans og einkenni sem því fylgja, t.d. minnistap, skapsveiflur og geðræn einkenni, koma fram á nokkrum árum. Galantamín, virka efnið í lyfinu, hefur tvo verkunarþætti sem auka magn asetýlkólíns í heila. Það hindrar niðurbrot asetýlkólíns og eykur virkni þess á ákveðna viðtaka.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðahylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
8-24 mg á dag í einum skammti. Forðahylkin gleypist heil með vatnsglasi og mat að morgni. Má hvorki tyggja þau né mylja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Notkun lyfsins er ráðlögð eins lengi og sjúklingur hefur gagn af meðferðinni. Þótt meðferð sé hætt snögglega á sjúklingi ekki að hraka af þess völdum.


Aukaverkanir

Aukaverkanir við notkun lyfsins koma oftast fram í upphafi meðferðar þegar verið er að stækka skammt lyfsins. Í flestum tilvikum hverfa aukaverkanirnar á innan við viku þegar líkaminn venst lyfinu. Algengustu aukaverkanirnar eru frá meltingarveginum eins og lystarleysi, ógleði, niðurgangur og uppköst. Ef þessi einkenni hverfa ekki á nokkrum dögum er rétt að hafa samband við lækni.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun          
Áverkar af völdum slysa          
Gula          
Hjartsláttartruflanir          
Höfuðverkur, þreyta, þróttleysi          
Krampar        
Lystarleysi, þyngdartap          
Meltingartruflanir, kviðverkir          
Ofskynjanir          
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Skjálfti          
Svartar eða blóðugar hægðir        
Vöðvakrampar          
Yfirlið          
Þunglyndi          
Magaóþægindi, vanlíðan          
Svefndrungi, svefnhöfgi, sundl          
Hægur hjartsláttur, hár blóðþrýstingur          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma eða annan lungnasjúkdóm
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með parkinsonsveiki
  • þú hafir fengið magasár
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með þvagteppu
  • þú sért með garnateppu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á aksturshæfni. Læknir ætti að meta hæfni Alzheimersjúklings til aksturs.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.