Fræðslugreinar (Síða 6)

K-vitamin

Vítamín : K-vítamín

K-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína. Það safnast þó ekki fyrir í líkamanum heldur er því breytt í skautaðra efni sem skilst út úr líkamanum með þvagi og galli. K-vítamín er m.a. nauðsynlegt fyrir myndun storkuþátta í lifrinni.

Folinsyra

Vítamín : Fólínsýra

Fólínsýra tilheyrir B-vítamínunum og er því vatnsleysanleg eins og öll hin B-vítamínin. Hún gegnir m.a. stóru hlutverki í frumuskiptingu.

E-vitamin

Vítamín : E-vítamín

E-vítamín er í hópi fituleysanlegra vítamína, skilst þar af leiðandi ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn vítamínsins fyrir í honum.

Dvitamin

Vítamín : D-vítamín

D-vítamín er fituleysanlegt vítamín. Það telst bæði vera vítamín og hormón. Húðin framleiðir D-vítamín og líkaminn geymir vítamínið einkum í lifrinni en líka í fituvef og vöðvum.

C-vitamin

Vítamín : C-vítamín

C-vítamín læknar einn elsta og þekktasta sjúkóminn sem kemur af völdum næringarefnaskorts, eða skyrbjúg. Þaðan er nafnið einmitt komið, askorbínsýra (ascorbic acid), en ascorbic er komið úr latínu og merkir “án skyrbjúgs”.

B-vitamin

Vítamín : B-vítamín

B-vítamín eru vatnsleysanleg vítamín. Þau safnast ekki fyrir í líkamanum og valda því síður eiturverkunum en fituleysanlegu vítamínin ( A-, D-, E- og K-vítamín).

B12-vitamin

Vítamín : B12-vítamín

Kóbalamín verður eingöngu til í sérstökum örverum sem er til að mynda að finna í meltingarvegi, vatni og jarðvegi. Helstu fæðutegundir með kóbalamín eru magurt kjöt, kjúklingur, fiskur, mjólk og egg.

B6-vitamin

Vítamín : B6-vítamín

B6-vítamín, eða Pýridoxín, tekur þátt í myndun og umbroti þessara efna í líkamanum: Kolvetna, fitu, amínósýru, kjarnsýra, próteina og hemóglóbíns.

B5-vitamin3

Vítamín : B5-vítamín

B5-vítamín, eða Pantótenat, finnst í ýmiss konar mat og á m.a. þátt í umbroti fitu, kolvetna og próteina.

B2-vitamin

Vítamín : B2-vítamín

B2-vítamín, eða Ríbóflavín, frásogast vel úr fæðu að öllu jöfnu en einungis 15% þess nær að frásogast sé vítamínsins neytt í töfluformi á fastandi maga. 

B1-vitamin

Vítamín : B1-vítamín

B1-vítamín, eða Tíamín, er að finna í flestum próteinríkum fæðutegundum, þó aðallega í kjöti, heilhveiti, rúgmjöli og öðrum kornmat.
Meginhlutverk tíamíns tengist nýtingu kolvetna og orkumyndun.

A-vitamin

Vítamín : A-vítamín

A-vítamín tilheyrir hópi fituleysanlegra vítamína og skilst því ekki út úr líkamanum með þvagi heldur safnast yfirmagn þess fyrir, er lengur að skiljast út úr líkamanum sem aftur leiðir til aukinnar hættu á eitrun.

Almennt-um-vitamin

Almenn fræðsla Vítamín : Almennt um vítamín

Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.

Sink

Steinefni og snefilefni : Sínk

Sínk er snefilefni og er nauðsynlegt mörgum ensímum til að geta starfað eðlilega. Engir geymslustaðir virðast vera fyrir sínk í líkamanum, þess vegna þarf það að berast reglulega með fæðu eða vera tekið inn sem fæðubótarefni.

Selen

Steinefni og snefilefni : Selen

Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.

Mangan

Steinefni og snefilefni : Mangan

Mangan er lífsnauðsynlegt efni og er því ætíð til staðar í líkamanum. Mangan er aðallega geymt í orkukornum í líkamsfrumunum.

Magnesium

Steinefni og snefilefni : Magnesíum

Magnesíum er steinefni sem sérhver fruma líkamans þarf á að halda. Í líkamanum eru 20-28 grömm af magnesíum og helming þess er að finna í beinum.

Krom

Steinefni og snefilefni : Króm

Króm er steinefni, lífsnauðsynlegt líkamanum en aðeins í litlum mæli. Í mannslíkamanum eru um 6 grömm af krómi, mest er af krómi í hári, milta, nýrum og eistum.

Kopar

Steinefni og snefilefni : Kopar

Kopar er málmur og nauðsynlegur líkamanum, m.a. fyrir eðlilega starfsemi hemóglóbíns og við myndun bandvefs.

Kalk

Steinefni og snefilefni : Kalk

Kalk er uppistöðuefni beina og tanna en 99% af kalki líkamans er að finna í beinum og tönnum.

Jod

Steinefni og snefilefni : Joð

Í líkama manna eru 20-30 mg af joði og þriðjung þess er að finna í skjaldkirtlinum. Langflestir fá svalað dagsþörf sinni fyrir joð úr mat.

Jarn

Steinefni og snefilefni : Járn

Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín og það er líka í öllum rauðum blóðkornum.

Fluor

Steinefni og snefilefni : Flúor

Flúor er steinefni sem finnst víða í náttúrunni. Flúor er í öllum vefjum líkamans, mest þó í tönnum og beinum.

Steinefni og snefilefni : Almennt um steinefni

Steinefni eru ólífræn efni og gegna mikilvægu hlutverki í margþættri líkamsstarfsemi manna og dýra.

Husryk

Ofnæmi : Húsryk og rykmaurar

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm.

Náttúruvörur : Skýringar

Í þessum texta eru skýringar á því hvernig virkni og skaðsemi náttúruefna er metin. Einnig eru skýringar á einkunnakerfinu sem notað er í textum um náttúruefnin hér á vefnum, og talið hvers konar upplýsingar koma fram undir hverjum undirkafla í þessum textum.

Tronuber

Náttúruvörur : Trönuber

Amerísk trönuber eru rauð, súr aldin eða ber lítils, sígræns runna, trönuberjarunnans, sem vex villtur í mýrlendi í Kanada og austanverðum Bandaríkjunum.
Berjasafinn er notaður í lækningaskyni og er hann m.a. talinn áhrifaríkur sem forvörn gegn þvagfærasýkingu.

Terunnaolia

Náttúruvörur : Terunnaolía

Þessi vellyktandi, fölgula, rokgjarna olía er unnin úr laufblöðum plöntunnar  Melaleuca alternifolia. Þessi runni vex villtur í mýrum og fenjum á afmörkuðum svæðum í Nýja Suður-Wales og Suður-Queenslandi í Ástralíu.

Solhattur

Náttúruvörur : Sólhattur

Orðið sólhattur er notað hér sem samheiti yfir náttúruafurðir þriggja tegunda sólhatta. Sólhattur hefur verið notaður í margar kynslóðir við ýmsum kvillum.

Q10

Náttúruvörur : Q10

Q10 er eitt úbíkvínóna, en þau eru náttúruleg efnasambönd sem myndast í nær öllum frumum líkamans. Þessi efni voru ekki uppgötvuð fyrr en 1957. Q10 tekur þátt í að vinna orku úr fæðuefnum í grunnefnaskiptum frumnanna. Það er einnig andoxunarefni.

Piparminta

Náttúruvörur : Piparminta

Fjölmörg afbrigði piparmintu eru ræktuð víða um heim. Laufblöðin hafa um aldir verið notuð til lækninga, bæði þurrkuð og fersk, sem og blómin.

Olivulauf

Náttúruvörur : Ólífulauf

Leðurkennd laufblöð hins forna, sígræna ólífutrés eru notuð til lækninga. Í lækningaskyni hafa lyfjablöndur úr ólífulaufi verið notaðar sem þvagræsilyf og gegn háum blóðþrýstingi.

Natturuefni

Náttúruvörur : Náttúruefni og náttúrulyf

Náttúruefni eru unnin á einfaldan hátt úr plöntum, dýrum, örverum, steinefnum eða söltum. Ef hægt er að sýna fram á áhrif náttúruefnis á sjúkdóm eða sjúkdómseinkenni er hægt að sækja um skráningu efnisins sem náttúrulyf.

Musteristre

Náttúruvörur : Musteristré

Musteristré er af ættbálki musterisviða, miklum bálki berfrævinga er átti blómaskeið sitt fyrir hartnær tvö hundruð milljónum ára, en síðan hnignaði þessum hópi plantna og allir musterisviðir voru taldir hafa orðið aldauða á síðustu ísöld þar til eina núlifandi tegund þeirra fannst í garði kínversks klausturs um árið 1690.

Mariuthistill

Náttúruvörur : Maríuþistill

Maríuþistill hefur verið ræktaður bæði sem matjurt og skrautjurt. Evrópumenn hafa notað maríuþistil í meira en tvö þúsund ár sem lyf gegn lifrarkvillum, meltingartruflunum, miklum tíðablæðingum og margvíslegum öðrum kvillum.

Lysi

Náttúruvörur : Lýsi

Lýsi (lifrarlýsi) er olía unnin úr lifur fiska, einkum þorsks, en einnig ufsa og lúðu. Lýsi er auðugt að A- og D-vítamínum og inniheldur tiltölulega lítið af mettuðum fitusýrum og mikið af fjölómettuðum fitusýrum sem eru taldar veita vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. 

Lesitin

Náttúruvörur : Lesitín

Lesitín er náttúrlegt efnasamband sem finnst í öllum lífverum. Það er fituefni sem myndast í lifrarfrumum, en er einnig í heila og öðrum vefjum.

Lakkris

Náttúruvörur : Lakkrís

Lakkrís er kjarni sem er unninn úr sætum, þurrkuðum rótum og jarðstöngli ýmissa afbrigða af lakkrísplöntunni,  Glycyrrhiza glabra, sem vex villt í heittempruðu loftslagi.

Kvoldvorrosarolia

Náttúruvörur : Kvöldvorrósarolía

Kvöldvorrós er stór, fínleg blómplanta af ættkvísl næturljósa og vex villt í austanverðri Norður-Ameríku. Plantan er ræktuð í mörgum heimshlutum og er olían úr fræinu seld sem fæðubótarefni eða sem innihaldsefni í sérstökum matvælum í yfir þrjátíu löndum.

Kamilla

Náttúruvörur : Kamilla

Kamilla er einær jurt sem líkist baldursbrá. Hún ber gul blóm og hefur sérstakan ilm. Blómin eru þurrkuð áður en þau eru notuð til lækninga. 

Síða 6 af 12