Alunbrig

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Brigatiníb

Markaðsleyfishafi: Takeda Pharma | Skráð: 1. febrúar, 2021

Alumbrig inniheldur virka efnið Brigatiníb. Brigatiníb tilheyrir flokki krabbameinslyfja sem kallast kínasahemlar. Lyfið er notað við langt gengnu lungnakrabbameini af tegund sem kallast ekki-smáfrumukrabbamein (non-small cell lung cancer) og er gefið sjúklingum með lungnakrabbamein sem tengist afbrigðilegu geni sem kallast ALK (anaplastic lymphoma kinase). ALK framleiðir prótein sem kallast kínasi sem örvar vöxt krabbameinsfrumna. Lyfið hindrar virkni þessa próteins og dregur þannig úr vexti og dreifingu krabbameinsins.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla (90 mg) einu sinni á dag fyrstu 7 meðferðardagana. Eftir það 1 tafla (180 mg) einu sinni á dag. Alltaf skal taka lyfið inn á sama tíma dags með glasi af vatni. Ekki má mylja né leysa upp töflurnar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksþéttni í blóði er 1-4 klst. eftir inntöku.

Verkunartími:
Nokkrir dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðastu greipaldinafurðir meðan á meðferð stendur.

Geymsla:
Geymið lyfið í lokuðum umbúðum, við herbergishita og þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki taka tvo skammta í einu til að bæta upp skammti sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brisbólga: Hiti og kviðverkir        
Gula eða dökklitað þvag        
Hægur hjartsláttur        
Kvef, flensulík einkenni, höfuðverkur          
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Lystarleysi, þyngdartap          
Sjóntruflanir, þokusýn        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir í kviðarholi og baki        
Vöðvaslappleiki eða vöðvaverkir        
Öndunarerfiðleikar, mæði, verkur fyrir brjósti          
Þorsti, aukin þvaglát        
Hár blóðþrýstingur        

Milliverkanir

Jóhannesarjurt eða greipaldinsafi getur haft áhrif á virkni lyfsins og því skal ekki taka það inn meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með vöðvakvilla (myopathy)
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú sért með briskvilla
  • þú fáir sjóntruflanir

Meðganga:
Forðast skal að verða þunguð meðan á meðferð stendur og í 4 mánuði eftir að meðferð er hætt. Ekki er mælt með notkun lyfsins á meðgöndu.

Brjóstagjöf:
Ekki má hafa barn á brjósti meðan á meðferð með lyfinu stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir

Akstur:
Lyfið getur valdið sjóntruflunum, sundli og þreytu. Ef þú finnur fyrir einhverjum af þessum einkennum skaltu ekki aka bifreið.

Annað:
Körlum er ráðlagt að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að meðferð líkur. Lyfið inniheldur laktósa, ef þú ert með óþol skaltu láta lækni vita áður en þú tekur inn lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.