Trimbow
Öndunarfæralyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Formóteról Glýkópyrroníum Beklómetasón
Markaðsleyfishafi: Chiesi Farmaceutici S.p.A | Skráð: 14. janúar, 2021
Trimbow er innöndunarlyf sem inniheldur þrjú virk efni, beklómetason, formóteról og glýkópýrróníum. Beklómetason er sykursteri sem hefur bólgueyðandi áhrif og er notaður til að minnka bólgu í langivnnum bólgusjúkdómum í öndunarvegi. Formóteról og glýkópýrróníum eru lyf sem hafa áhrif berkjuvíkkandi áhrif. Trimbow er notað sem viðhaldsmeðferð hjá fullorðnum með langvinna lungnateppu eða astma. Ekki nota lyfið til að meðhöndla skyndileg andnauðar- eða másköst
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innúðalyf og innöndunarduft.
Venjulegar skammtastærðir:
2 skammtar 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-3 mínútur.
Verkunartími:
12 tímar.
Geymsla:
Innúaðalyf: Lyfið er geymt í kæli fyir opnun. Eftir opnun geymist það í 3 mánuði við stofuhita. Innöndunarduft: Þegar pokinn hefur verið rofinn skal nota lyfið innan 6 vikna og geyma á þurrum stað.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu það um leið og þú manst eftir því. Ef næstum er komið að næsta skammti skaltu ekki taka skammtinn sem gleymdist heldur taka næsta skammt á réttum tíma. Ekki má tvöfalda skammtinn.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Það á að hætta töku lyfsins í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur var tekinn inn eða barn notar lyfið skal hafa strax samband við lækni eða eitrunarmiðstöð Landspítalans (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur | |||||||
Lungnabólga, berkjubólga | |||||||
Mæði eða öndunarerfiðleikar | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Raddtruflun | |||||||
Sveppasýking í munni og hálsi |
Milliverkanir
Getur milliverkað með ýmsum lyfjum. Láttu lækni vita hvaða lyf þú tekur.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Carvedilol STADA
- Cosopt sine
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Diamicron Uno
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Euthyrox
- Fixopost
- Fotil forte
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Ganfort
- Gliclazíð Krka
- Glimeryl
- Hydromed
- Impugan
- Klomipramin Viatris
- Levaxin
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Noritren
- Paxlovid
- Presmin Combo
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Sotalol Mylan
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Xalcom
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- hvort þú sért með gláku
- hvort þú sért með sykursýki
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
- þú sért með lág kalíumgildi í blóði
Meðganga:
Lyfið á helst ekki að nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið á helst ekki að nota með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Lyfið hefur engin áhrif á hæfni til aksturs.
Áfengi:
Áfengi getur aukið aukaverkanir lyfsins á hjarta.
Íþróttir:
Lyfið er leyft í takmörkuðu magni í keppni.
Annað:
Eftir notkun lyfsins á að skola munninn eða gúlgra með vatni án þess að kyngja því, eða bursta tennurnar til þess að draga úr hættu á að fá sveppasýkingu í munn og kok.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.