Arzotilol
Glákulyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Dorzólamíð Tímólól
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 1. janúar, 2012
Arzotilol er notað við gláku. Gláka stafar af ójafnvægi milli framleiðslu augnvökva og frárennslis hans þannig að vökvinn safnast fyrir og þrýstingur í auganu hækkar. Þegar þrýstingurinn hækkar geta æðar til sjónhimnu þrengst og blóðflæði um þær minnkað. Ef ekki er brugðist við í tíma getur það valdið skemmdum í sjónhimnunni og jafnvel blindu. Gláka er flokkuð í tvær tegundir, þrönghorns- og gleiðhornsgláku, eftir því hvernig frárennsli augnvökvans er hindrað. Mismunandi lyf geta átt við eftir því um hvora tegundina er að ræða. Arzotilol er notað við gleiðhornsgláku og inniheldur tvö virk efni, dorzólamíð og tímólól. Þau lækka bæði augnþrýsting með því að draga úr framleiðslu augnvökva, en gera það hvort með sínum hætti. Með því að nota þessi tvö virku efni saman eins og hér er gert má ná fram enn frekari lækkun á augnþrýstingi og er lyfið því notað við gláku þegar meðferð með tímólól eingöngu hefur ekki borið fullnægjandi árangur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Augndropar.
Venjulegar skammtastærðir:
1 dropi í auga 2svar á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15-20 mín.
Verkunartími:
12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita og varið ljósi, þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 4ra vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef stórir skammtar eru notaðir eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með augnþrýstingi til að meta áhrif lyfsins. Einnig getur þurft að fylgjast með aukaverkunum þess, sérstaklega hvort það hefur áhrif á hjarta.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru sjóntruflanir og erting í augum. Aðrar aukaverkanir eru flestar mjög sjaldgæfar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin táramyndun | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hægur hjartsláttur | |||||||
Máttleysi, ógleði, beiskt bragð | |||||||
Roði og bólga í augum eða augnlokum | |||||||
Skútabólga, kvef | |||||||
Sviði eða erting í augum | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þokusýn, höfuðverkur |
Milliverkanir
Ef önnur staðbundin augnlyf eru notuð samtímis, þurfa að líða a.m.k. 10 mín. á milli ídreypinga.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Azarga
- Azopt
- Bricanyl Turbuhaler
- Cordarone
- Diamox
- Grazax
- Isoptin Retard
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seretide
- Serevent
- Simbrinza
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
- Veraloc Retard
Getur haft áhrif á
- Adalat Oros
- Adrenalin Mylan
- Alvofen Express
- Amló
- Amlodipin Bluefish
- Amlodipin Medical Valley
- Amlodipin Zentiva
- Amlodipine Vitabalans
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Atenolol Viatris
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Bricanyl Turbuhaler
- Bufomix Easyhaler
- Carbocain adrenalin
- Cardil
- Catapresan (Undanþágulyf)
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cloxabix
- Cordarone
- Coxerit
- Coxient
- Diacomit Lyfjaver
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- DuoResp Spiromax
- Emla
- Enerzair Breezhaler
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Etoricoxib Krka
- Euthyrox
- Exforge
- Felodipine Alvogen
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Flutiform
- Fontex
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Isoptin Retard
- Jext
- Levaxin
- Lidbree
- Lidokain Mylan
- Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Marcain adrenalin
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Norvasc
- NovoNorm
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oxis Turbuhaler
- Parapró
- Paxetin
- Propranolol hydrochloride
- Relifex
- Repaglinid Krka
- Rinexin
- Salmeterol/Fluticasone Neutec
- Salmex
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seretide
- Serevent
- Seroxat
- Sotalol Mylan
- Spiolto Respimat
- Sporanox
- Striverdi Respimat
- Symbicort (Lyfjaver)
- Symbicort forte Turbuhaler
- Symbicort mite Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler
- Symbicort Turbuhaler (Heilsa)
- Symbicort Turbuhaler (Lyfjaver) Noregur
- Tambocor
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Toradol
- Trandate
- Trimbow
- Trixeo Aerosphere
- Ventoline
- Veraloc Retard
- Xylocain
- Xylocain adrenalin
- Xylocain án rotvarnarefna
- Xylocain Dental Adrenalin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnaþembu eða astma
- þú sért með of- eða vanvirkan skjaldkirtil
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
- þú takir einhver önnur lyf
- þú notir augnlinsur
- þú hafir fengið nýrnasteina
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins handa börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið sjóntruflunum og svima. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.
Annað:
Rotvarnarefni í augndropunum getur skemmt mjúkar augnlinsur. Augnlinsur má setja í augu 15 mín. eftir notkun lyfsins. Forðist að láta stút glassins snerta auga og augnlok.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.