Lyfjainntaka : Sjóveiki og Gabapentin

Mig langar að forvitnast í sambandi við sjóveikislyf. Ég verð alltaf mjög sjóveik og bílveik. Ég er að taka Gabapentin daglega. Ég er að fara i viku siglingu erlendis, þar sem er farið í land að degi til og hjólað. Má ég nota sjóveikisplástur samhliða Gabapentin og hvernig virkar það að fara á sjó og land til skiptis ? Annað sem mig langar að vita, er ef ég er að nota plástur, á þá að setja nýjan plástur í miðri ferð ?

Almenn fræðsla : K2 og Omega3 og D-vítamín

Má taka vítamín K2 með Omega 3 og D vítamíni?

Lyfjainntaka : Hjartamagnil og lyf

Má taka Hjartamagnil með þessu; Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley?

Almenn fræðsla : Hvítir blettir á kinn

Það kom allt í einu hvítir blettur á kinnina mína eftir að hafa keppt í fótbolta og vera úti í sólinni og hita svo fór ég aftur út og var úti svo kom ég heim og sá hvítan blett á kinninni og þegar ég snerti eða klóra þá er það vont.

Lyfjagjöf til barna : Millistykki fyrir astmasprey

Hvernig er með astmaspray, eins og ventolin fyrir lítil börn, það þarf einhverskonar millistykki eða innöndunarhólk ekki satt? þarf sér beiðni um slíkt frá lækni eða er bara að kaupa það?

Lyfjainntaka : Í lagi að hætta á Omeprazol?

Að hætta að taka inn Omerprazol er það eithvað mál?

Lyfjainntaka : Decutan og Vidisic augngel

Ég er með augnþurrk vegna Decutan-notkunar. Ég hef notað Vidisic augngel með góðum árangri til langs tíma en nú sé ég ekki betur en það sé hvergi fáanlegt á landinu. Ég var að versla í apóteki um daginn og var bent á Oftagel sem ég er búinn að reyna í smá tíma núna en það er meira þunnfljótandi en Vidisic og því ekki alveg að virka fyrir mig. Gætu lyfjafræðingar ykkar mælt með augndropum sem eru sambærilegir Vidisic? Með von um hjálp,

Lyfjainntaka : Doxilyn og virkni lyfs

Ég er að taka Doxilyn vegna þvagrásarbólgu . Ég tók 1 töflu 2svar á dag í tvær vikur en núna er ég að fara að taka 1 töflu að kvöldi í þrjár vikur ca . Ég fékk upplýsingar að það á ekki að drekka mjólkurvörur eða taka inn járn eða magnesíum. En má ég drekka mjólkurvörur , fá mér banana eða magnesíum slökun eitthvað smá fyrir eða eftir inntöku ? Einnig á ég að forðast sólarljós , minnkar virkni lyfsins eða er ég viðkvæmari fyrir að brenna ?

Lyfjainntaka : Sykursýkislyf og meltingin

Hvaða sykusýkislyf fyrir D2 hafa minnst áhrif á meltinguna eða valda síður niðurgangi?

Lyfjainntaka : Fluoxetin og eyrnasuð

Ég byrjaði að taka fluoxetin fyrir rétt rúmlega 10 dögum sem meðferð gegn andlegri vanlíðan. Í morgum vaknaði ég með þrálátt eyrnasuð og smávegis þrýsting í vinstra eyranu sem hefur ekki linnt í 2 tíma. Það stendur á seðlinum sem fylgdi lyfinu að eyrnasuð geti verið aukaverkun, og ég vildi vita hvort þetta gæti verið tengt lyfinu eða hvort þetta sé mögulega ehv annað? Ef þetta tengist lyfinu, eru ehv ráð sem ég get fengið til að vinna gegn þessu?

Almenn fræðsla : Tæming á þvagblöðru

Ég er 33 ára og hef aldrei fengið þvagfærasýkingu áður, hef aldrei upplifað þetta sem er í gangi núna sem byrjaði bara í kvöld. Þarf að sitja mjög lengi á klósettinu þar til mér líður eins og ég sé búin að tæma blöðruna, fyrst kemur mjög mikið piss en svo líður mér eins og ég sé ekki búin að tæma og þarf að sitja miklu lengur þar til sú tilfinning kemur. Líður ágætlega í max hálftíma þar til þörfin eins og ég sé alveg í spreng kemur aftur. Það hefur verið smá rautt í pappírnum 2x, mjög líkt blóði. Kláraði túr seinustu helgi þannig þetta er ekki blæðingar. Hvað get ég gert?

Almenn fræðsla : Blóðsykur

Ég var að mæla blóðsykur áðan og hann var 20 mmól, þarf ég að hafa áhyggjur?

Almenn fræðsla : Covid-19 veiran - helstu upplýsingar

Ertu með spurningar um Covid-19 veiruna? Á Heilsuvera.is er að finna helstu upplýsingar um Covid-19 veiruna, einkenni,  greiningu, smitleiðir og forvarnir. Smelltu hér að ofan til að fá ítarlegar upplýsingar um Covid-19 veiruna og hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar.

Lyfjainntaka : Gaviscon

Hverjar eru aukaverkanir af Gaviscon.

Geðheilsa Lyfjainntaka : Piracetam

Hvað er Piracetam, virkar það og fæst það á Íslandi?

Lyfjainntaka : Milliverkanir

Maður heyrir um að ekki megi taka járn (þarf þess reglubundið ásamt B12) með mörgum öðrum lyfjum eins og t.d. Euthyrox. Má taka járn með Magnesíum og B12? Eru einhver önnur lyf sem varast skal að taka samtímis Járni?

: Munnþurrkur

Vakna á morgnana með munnþurrk. Hef misst bragð- oglyktarskyn. Hvað er til ráða?

Lyfjainntaka : Hætta á lyfjum

Er hættulegt að snarhætta á Contalgin?

Vítamín : L-arginine

Eru þið að selja l arginine töflur eða duft?

Getnaðarvarnir : Pillan

Ég er á pillunni Diane mite og ég gleymdi að taka pilluna í 3. viku og sleppti því pillupásunni eins og stendur að eigi að gera i leiðbeiningunum. En ég er að fara í ferðalag í vikunni sem ég á að taka næstu pillupásu og er því mjög óhentugt að fara á túr þá. Er öruggt að sleppa pillupásunni í tvo skipti í röð?

Algengir kvillar Lyfjainntaka : Svitamyndun

Ég las á netinu að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði veitt leyfi fyrir nýju lyfi (Qbrexza) sem á að stöðva of mikla svitamyndun. Er þetta lyf komið í sölu hjá ykkur eða væntanlegt?

Meltingarfærasjúkdómar Meltingin : Magaóþægindi

Ég er að eiga við þrálátt vandamál en það er niðurgangur daglega. Oftast fljótlega eftir máltíð. Ég hef gert tilraunir á mataræði en ekkert virðist virka. Ég hef farið í speglanir s.s. maga og ristil en án þess að nokkuð hafi fundist. Mér dettur í hug hvort eitthvað sé til af bætiefnum sem gætu hjálpað mér.

Lyfjainntaka : Þreyta vegna lyfjatöku

Er að taka inn sertral er alltaf þreyttur í gærkvöldi fór ég að sofa þreyttur klukkan 1 um nótt og vaknaði klukkan 9 jafn þreyttur og ég fór að sofa getur þetta verið aukaverkanir útaf sertralinu

Almenn fræðsla Kynsjúkdómar : Útrunnin lyf

Er í lagi að nota Condyline dropa sem stendur utg. dat. 06 2018? Fékk þá fyrir kannski hálfu ári. 

Vítamín : Heilsutvenna?

Ég er að taka inn heilsutvennu. Er nóg að taka það inn eða þarf taka eitthvað extra?

Lyfjainntaka Ofnæmi : Lyfjaofnæmi?

Þó maður sé búin að taka lyf í langan tíma, getur maður þróað með sér lyfja ofnæmi? Er uppá síðkastið búin að fá mjög mikið af útbrotum og kláða og hef áhyggjur að ég sé búin að þróa með mér lyfja ofnæmi.

Lyfjainntaka : Imovane og Ritalín

Það er Zopiklon í Imovane 7.5. Getur t.d. rítalín slegið á virkni Zopiklon?

Algengir kvillar Lyfjainntaka : Sýklalyf, hvenær á að taka?

Ég er á pensilíni (Amoksiklav 625 mg) og er að taka 1 töflu 3 á dag, hvað á maður að láta líða mikinn tíma á milli ínntökur og hvað er verkunartími hverra töflu?

: Sprautur og nálar

Er hægt að fá sprautur/nálar án lyfseðils, vill ekki að félagi minn sé að nota skítugar nálar, var að spá hvort ég gæti farið í næsta apótek og keypt þetta? 

Síða 1 af 4