Cinacalcet WH

Lyf sem verka á kalsíumjafnvægi líkamans | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Cínacalcet

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 1. febrúar, 2016

Lyfið er svokallað kalkhermandi lyf og er notað til meðferðar við sjúkdómum sem stafa af kalkkirtilsvandamálum. Kalkkirtlar líkamans mynda hormón sem nefnist kalkvaki. Þetta hormón stjórnar magni kalks og fosfórs í blóði þannig að starfsemi beina, hjarta, vöðva og tauga sé eðlileg. Nýrnasjúkdómar geta raskað jafnvægi kalks og fosfórs í líkamanum með þeim afleiðingum að kalkkirtlarnir mynda of mikið af kalkvaka. Afleiðingar þess geta verið beinsjúkdómar sem og hjarta- og æðasjúkdómar. Lyfið stjórnar magni kalkvaka, kalks og fosfórs í líkamanum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Upphafsskammtur, við afleiddri kalkvakaofseytingu: 30 mg einu sinni á dag. Upphafsskammtur, við krabbameini í kalkkirtli: 30 mg 2svar á dag. Skammtastærðir eru stilltar á 2-4ra vikna fresti þar til viðhaldsskammti er náð. Töflurnar takist inn með mat eða eftir máltíð. Töflurnar gleypist heilar. Má ekki skipta þeim.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Nokkrar klst.

Verkunartími:
U.þ.b. 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Blóðsýni eru tekin reglulega til að fylgjast með virkni lyfsins.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Krampar        
Lystarleysi          
Náladofi í kringum munn        
Ógleði og uppköst          
Sinadráttur og krampi        
Sundl, náladofi          
Útbrot        
Vöðvaverkir, þróttleysi          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú reykir
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.