Buprenorphine Alvogen

Verkjalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Búprenorfín

Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. október, 2020

Búprenorfín tilheyrir lyfjaflokki sem kallast ópíóíðar og hafa verkjastillandi áhrif. Lyfið er notað við langvinnum, miklum verkjum sem eru næmir fyrir ópíóíðameðferð en svara illa meðferð með verkjalyfjum án ópíóíða. Lyfið á ekki að nota við bráðaverkjum eða til verkjastillingar eftir skurðaðgerðir. Buprenorphine Alvogen er forðaplástur sem verkar með því að gefa lyfið frá sér jafnt og þétt í gegnum húðina og inn í blóðrás. Þannig fæst jöfn verkjastilling á meðan plásturinn er notaður. Meðan plásturinn er notaður er ráðlagt að forðast hita á plásturstað frá utanaðkomandi hitagjöfum, eins og frá hitapokum, heitum böðum o.s.frv., þar sem slíkt getur orðið til þess að meira af lyfinu berst úr plástrinum. Sama á við ef sjúklingur fær sótthita. Notkun lyfsins fylgir ávanahætta.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðaplástur á húð.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir ákvarðar skammt sem hentar hverjum einstaklingi. Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir því hversu miklir verkirnir eru og fyrri notkun verkjalyfja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksáhrif koma fram eftir 3 daga.

Verkunartími:
7 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist við lægri hita en 25°C, þar sem börn hvorki ná til né sjá. Þess skal gætt að börn komist ekki í notaða plástra sem skal fargað strax og örugglega eftir notkun.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu nýjan plástur um leið og þú manst eftir því og haltu síðan áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvöfaldan skammt í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að nota lyfið nema í samráði við lækni. Eftir að forðaplásturinn hefur verið tekinn af haldast verkjastillandi áhrif í ákveðinn tíma.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef grunur leikur á ofskömmtun skal fjarlægja alla plástra og hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Meiri hætta er á ávana og fíkn sé lyfið notað í langan tíma.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot        
Höfuðverkur, sundl, svefndrungi          
Kvíði, rugl, taugaveiklun          
Kviðverkir, meltingartruflanir          
Munnþurrkur, aukin svitamyndun          
Náladofi          
Niðurgangur, hægðatregða          
Ógleði, uppköst, lystarleysi          
Roði, útbrot og kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur      
Verkur fyrir brjósti, mæði        
Öndunarerfiðleikar      
Þreyta, þróttleysi          
Þunglyndi, svefnleysi          
Þvagtregða        

Milliverkanir

Búprenorfín getur valdið aukinni öndunarbælingu sé það notað samtímis lyfjum sem bæla miðtaugakerfið. Til þeirra lyfja teljast t.d. önnur ópíóíð lyf, sum þunglyndislyf, sefandi lyf, svefnlyf, almenn svæfinga- og deyfingalyf, róandi lyf, vöðvaslakandi lyf og áfengi. Því þarf að fylgjast mjög náið með sjúklingum sem fá þessi lyf samtímis búprenorfíni.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú hafir haft mikinn höfuðverk eða fengið höfuðáverka
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með krampa
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða
  • þú eigir við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða
  • þú sért með hita eða fáir hita á meðan töku lyfsins stendur

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Lyfið skal ekki nota á meðan brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ekki aka bíl á meðan lyfið er notað.

Áfengi:
Áfengi eykur öndunarbælandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er notað.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Norspan getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.

Annað:
Hækkaður líkamshiti getur haft áhrif á það hvernig lyfið berst inn um húðina.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.