Dynastat

Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Parecoxíb

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. júní, 2002

Dynastat er gigtarlyf sem kallast COX-2 hemill og er það með bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. Lyfið er notað í stuttan tíma við verkjum eftir aðgerð. Eins og önnur bólgueyðandi gigtarlyf dregur virka efnið parecoxíb úr myndum prostaglandína í líkamanum, en prostaglandín hafa víðtæk áhrif í líkamanum og stjórna meðal annars bólgumyndum. Parecoxíb er sértækara en eldri lyfin og það dregur ekki eins víða úr myndun prostaglandína eins og þeirra sem verja magaslímhúðina eða þeirra sem stuðla að blóðstorknun. Með sérhæfninni er dregið úr aukaverkunum lyfsins. Bólgueyðandi og verkjastillandi áhrif þess eru sambærileg við eldri lyfin.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í æð eða vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur sér um lyfjagjöfina. 40 mg í upphafi. Ef þörf krefur má gefa 20 eða 40 mg á 6-12 klst. fresti að hámarki 80 mg á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
7-39 mínútur. Full verkun ætti að vera komin eftir 2 klst.

Verkunartími:
6-12 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið strax eftir blöndun.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið er notað í stuttan tíma. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins lengur en í 3 daga.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bakverkir          
Bjúgur á útlimum          
Blóðleysi í kjölfar aðgerðar        
Bólga í húð, blöðrur í húð eða húðflögnun      
Bólga og sársauki eftir tanndrátt        
Gula        
Hár eða lágur blóðþrýstingur          
Hraður hjartsláttur, hjartsláttartruflanir        
Kláði í húð          
Kviðverkir, meltingartruflanir, uppþemba og vindgangur          
Minnkuð þvaglát          
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi        
Særindi í hálsi eða öndunarerfiðleikar        
Tilfinningadoði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Æsingur eða svefntruflanir          

Milliverkanir

Það er í lagi að nota litla skammta af asetýlsalicýlsýru (Hjartamagnýl) með lyfinu.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með háan blóðþrýsting
 • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
 • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með sykursýki
 • þú reykir
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með sýkingu
 • þú hafir verið með magasár, blæðingu eða gat í meltingarvegi
 • þú hafir verið með niðurgang, uppköst eða hafir ekki getað drukkið vökva
 • þú sért með bjúg

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Ekki má nota lyfið á síðasta þriðjungi meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Ef einstaklingur vegur minna en 50 kg gæti þurft að minnka skammtastærð.

Akstur:
Sjúklingar geta fundið fyrir svima eða þreytu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.