Ziprasidon Actavis
Sefandi lyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Zíprasídon
Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. júní, 2013
Virka efnið er zíprasídon. Lyfið er sefandi og er notað í meðferð á geðklofa. Zíprasídon hefur áhrif á virkni boðefna í heila, aðallega dópamín og serótónín, og hindrar virkni þessara boðefna að verulegu leyti. Þá verkar zíprasídon á virkni boðefna í taugafrumum, og þá aðallega á noradrenalín og serótónín. Rannsóknir hafa sýnt að notkun zíprasídons til lengri tíma er árangursrík og viðheldur bata hjá þeim sem svara meðferðinni í upphafi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Hylki: 20-80 mg í senn 2svar á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Hylkin gleypist heil með mat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við vika.
Verkunartími:
Um 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem er litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Við langtímanotkun er hugsanlegt að zíprasídon valdi síðkomnum hreyfitruflunum líkt og önnur lyf í sama flokki. Þær koma fram sem ósjálfráðar hreyfingar, oftast í andlitsvöðvum. Líkurnar aukast eftir því sem lyfið er notað lengur. Þessar aukaverkanir geta orðið óafturkræfar, en í flestum tilfellum ganga þær til baka á nokkrum mánuðum eftir að lyfjagjöf er hætt. Ungir sjúklingar fá síður þessar aukaverkanir en eldri og þær ganga frekar til baka hjá þeim eftir að lyfjagjöf hættir.
Aukaverkanir
Langalgengasta aukaverkun lyfsins er sljóleiki, en yfir 10% þeirra sem taka lyfið finna fyrir því. Brjóstastækkun og aukin mjólkurmyndun, sem fylgir oft notkun lyfja í þessum flokki, gætir sjaldan með lyfinu.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Brjóstastækkun karlmanna | |||||||
Eirðarleysi, þróttleysi, þreyta | |||||||
Gula | |||||||
Háþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Höfuðverkur, skjálfti | |||||||
Meltingartruflanir | |||||||
Munnþurrkur, aukin munnvatnsmyndun | |||||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða | |||||||
Sljóleiki, sundl, svefndrungi | |||||||
Stirðleiki | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þokusýn | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Dostinex
- Efexor Depot
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Klomipramin Viatris
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Oprymea
- Oropram
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Pramipexole Alvogen
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sifrol
- Strattera (Lyfjaver)
- Sufenta
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrarsjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur haft slævandi áhrif og þannig haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.