Strattera (Lyfjaver)
Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Atomoxetin
Markaðsleyfishafi: Eli Lilly | Skráð: 1. ágúst, 2006
Strattera (Lyfjaver) er notað til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni hjá börnum eldri en 6 ára og fullorðnum. Lyfið er ekki notað eitt og sér heldur sem hluti af heildarmeðferð sem samanstendur yfirleitt af sálfræðimeðferð, fræðslu og félagslegri meðferð. Nákvæmur verkunarmáti lyfsins er ekki að fullu þekktur en áhrifa þess gætir fyrst og fremst í miðtaugakerfinu. Atomoxetin, virka efnið í lyfinu, eykur magn noradrenalíns í heila sem leiðir til þess að athygli eykst og hvatvísi minnkar. Lyfið er ekki örvandi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Börn léttari en 70 kg: 0,5-1,2 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Börn þyngri en 70 kg: 40-80 mg á dag. Hylkin gleypist í heilu lagi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun kemur fram innan nokkurra vikna.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.
Langtímanotkun:
Mikilvægt er að læknir fylgist vel með meðferðinni, sérstaklega í upphafi meðferðar og þegar gerðar eru skammtabreytingar. Fylgjast skal vel með vexti, þroska og skapgerð barna.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Getuleysi, minnkuð kynhvöt, ristruflanir, sáðlátstruflanir | |||||||
Gula, dökklitað þvag og flensulík einkenni | |||||||
Hitakóf, aukin svitamyndun | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Krampar | |||||||
Kvef, flensulík einkenni, höfuðverkur | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða, meltingartruflanir, vindgangur | |||||||
Ljósopsstækkun | |||||||
Minnkuð matarlyst, þyngdartap | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði, uppköst | |||||||
Sjálfsvígstengdir atburðir, árásargirni | |||||||
Sundl, svefntruflanir, þreyta | |||||||
Tíðatruflanir | |||||||
Tilfinningasveiflur | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Lyfið skal nota með varúð samhliða blóðþrýstingslyfjum og lyfjum sem geta lækkað krampaþröskuld. Ekki má hefja meðferð með Strattera innan 2ja vikna frá lokum meðferðar með Aurorix og ekki má hefja meðferð með Aurorix innan 2ja vikna frá lokum meðferðar með Strattera.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Bupropion Teva
- Candpress Comp
- Cordarone
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eucreas
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Galvus
- Glimeryl
- Haldol
- Haldol Depot
- Hydromed
- Klomipramin Viatris
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Nozinan
- Olanzapin Actavis
- Paxetin
- Presmin Combo
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Serdolect
- Seroquel Prolong
- Seroxat
- Solian
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Ventoline
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Volidax
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Zalasta
- Zeldox
- Ziprasidon Actavis
- Zyban
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
- þú sért með háan eða lágan blóðþrýsting
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað eldra fólki.
Akstur:
Lyfið getur valdið þreytu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.