Erleada

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Apalutamid

Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag | Skráð: 14. janúar, 2019

Erleada er krabbameinslyf og virka innihaldsefnið í því heitir apalutamid. Lyfið er notað við krabbameini í blöðruhálskirtli. Apalutamid stöðvar vöxt og skiptingu krabbameinsfrumna í blöðruhálskirtli með því að koma í veg fyrir virkni hormóna sem kallast andrógen. En andrógen geta valdið því að krabbamein vaxi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
240mg einu sinni á dag. Lyfið má taka með eða án matar.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Skal taka hann eins fljótt og auðið er. Ef skammtur gleymist í heilan dag á að taka venjulegan skammt næsta dag. Ekki skal tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir þann skammt sem gleymdist. Ef lyfið gleymist í lengri tíma skal tala tafarlaust við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, hættan á aukaverkunum gæti aukist.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andþrengsli, langvarandi brjóstverkur        
Hárlos          
Krampar eða flog        
Minnkuð matarlyst, þyngdartap          
Niðurgangur          
Þreyta          
Hár blóðþrýstingur          
útbreidd útbrot, hár hiti og stækkaðir eitlar      
byltur eða beinbrot        
liðverkir, vöðvakrampar          

Milliverkanir

Apalutamid er virkir á ensím og ferjur í líkamanum og getur því leitt til aukins brotthvarfs margra algengra lyfja. Því getur verið þörf á skammtaaðlögun annarra lyfja sem eru tekið samhliða Erleada. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið getur skaðað ófætt barn. Það má ekki nota lyfið á meðgöngu. Karlar sem nota lyfið eiga að nota smokk ef þeir stunda kynlíf með þungaðri konu eða konu á barneignaraldri á meðan meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að henni lýkur.

Brjóstagjöf:
Lyfið má ekki nota þegar þú ert með barn á bjrósti.

Börn:
Lyfið er alls ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.