Erleada
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Apalutamid
Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag | Skráð: 14. janúar, 2019
Erleada er krabbameinslyf og virka innihaldsefnið í því heitir apalutamid. Lyfið er notað við krabbameini í blöðruhálskirtli. Apalutamid stöðvar vöxt og skiptingu krabbameinsfrumna í blöðruhálskirtli með því að koma í veg fyrir virkni hormóna sem kallast andrógen. En andrógen geta valdið því að krabbamein vaxi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
240mg einu sinni á dag. Lyfið má taka með eða án matar.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Skal taka hann eins fljótt og auðið er. Ef skammtur gleymist í heilan dag á að taka venjulegan skammt næsta dag. Ekki skal tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir þann skammt sem gleymdist. Ef lyfið gleymist í lengri tíma skal tala tafarlaust við lækni.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, hættan á aukaverkunum gæti aukist.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Andþrengsli, langvarandi brjóstverkur | |||||||
Hárlos | |||||||
Krampar eða flog | |||||||
Minnkuð matarlyst, þyngdartap | |||||||
Niðurgangur | |||||||
Þreyta | |||||||
Hár blóðþrýstingur | |||||||
útbreidd útbrot, hár hiti og stækkaðir eitlar | |||||||
byltur eða beinbrot | |||||||
liðverkir, vöðvakrampar |
Milliverkanir
Apalutamid er virkir á ensím og ferjur í líkamanum og getur því leitt til aukins brotthvarfs margra algengra lyfja. Því getur verið þörf á skammtaaðlögun annarra lyfja sem eru tekið samhliða Erleada. Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Buccolam
- Colchicine Tiofarma
- Colrefuz
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dabigatran Etexilate Teva
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Euthyrox
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Felodipine Alvogen
- Inegy
- Levaxin
- Logimax
- Logimax forte
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Midazolam Medical Valley
- NovoNorm
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Orfiril
- Orfiril Retard
- PEDIPPI
- Pradaxa
- Repaglinid Krka
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Stesolid
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið getur skaðað ófætt barn. Það má ekki nota lyfið á meðgöngu. Karlar sem nota lyfið eiga að nota smokk ef þeir stunda kynlíf með þungaðri konu eða konu á barneignaraldri á meðan meðferð stendur og í 3 mánuði eftir að henni lýkur.
Brjóstagjöf:
Lyfið má ekki nota þegar þú ert með barn á bjrósti.
Börn:
Lyfið er alls ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.