Certican

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Everolimus

Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare | Skráð: 1. apríl, 2007

Certican er mjög öflugt ónæmisbælandi lyf sem er ætlað til að koma í veg fyrir að líkami fullorðins sjúklings sem undirgengst ígræðslu líffæris (nýra eða hjarta) hafni ígræddu líffæri. Virka efnið, everólímus, hefur það hlutverk að draga úr virkni ónæmiskerfisins með því að hamla frumufjölgun ónæmisfruma sem leiðir til þess að líkaminn hafni ekki nýja líffærinu. Með því dregur Certican úr mætti varnarkerfi líkamans þannig að hann ræðst ekki gegn nýja líffærinu heldur aðlagast það nýjum aðstæðum. Því geta alvarlegir fylgikvillar fylgt í kjölfarið, eins og sýkingar ásamt mörgum aukaverkum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Töflurnar takist inn í 2 skömmtum á dag, annaðhvort alltaf með mat eða alltaf án matar. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Þær má ekki mylja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksblóðþéttni kemur fram 1-2 klst. eftir inntöku.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki skal neyta greipaldinsafa eða greipaldins meðan á meðferð stendur.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni eða næstu bráðamóttöku tafarlaust.

Langtímanotkun:
Sjúklingar á ónæmisbælandi lyfjum eiga í aukinni hættu á að fá sýkingar einkum af völdum tækifærissýkla Fylgjast þarf reglulega með líðan sjúklingsins, nýrnastarfsemi, blóðfitu og styrk lyfsins í blóði.


Aukaverkanir

Aukaverkanir Certican eru margar og listinn hér að neðan er ekki tæmandi, en ef þú finnur fyrir öðrum einkennum hafðu þá samband við lækninn þinn sem fyrst.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðtappar        
Bólur í andliti          
Brisbólga: Hiti og kviðverkir        
Gula        
Hár eða lágur blóðþrýstingur          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Kólesterólhækkun          
Mæði, lungnabólga        
Niðurgangur, ógleði, uppköst og kviðverkir          
Sár gróa ekki eðlilega          
Skert nýrna- og lifrarstarfsemi        
Sýkingar          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkir          

Milliverkanir

Varast skal notkun náttúrulyfsins Jóhannesarjurtar og lyfið getur haft áhrif á virkni bólusetningar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með hækkað kólesteról í blóði
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú eigir við öndunarerfiðleika að stríða

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki ætta að nota lyfið nema gagnsemi þess fyrir móður sé talin vega þyngra en áhætta fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstarmjólk og því ætti ekki að hafa barn á brjósti meðan á meðferð stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum því ekki er næg reynsla af notkun þess.

Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá öldruðum.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki ætti að neyta áfengis á meðan meðferð stendur.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Forðast skal útfjólubláageisla og sólarljós, auk þess sem ráðlegt er að nota viðeigandi sólarvörn. Sjúklingar sem fá ónæmisbælandi meðferð með fleiri en einu lyfi, þar á meðal Certican, eru í aukinni hættu á að fá eitlaæxli eða aðra illkynja sjúkdóma, einkum í húð. Takmarkaðar upplýsingar benda til að þeldökkir sjúklingar kunni að þurfa stærri skammta af lyfinu til að ná sambærilegri verkun og hvítir. Einungis sérfræðilæknar sem hafa reynslu af meðferð sjúklinga eftir líffæraígræðslu mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.