Akynzeo
Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Palonósetrón Netúpítant
Markaðsleyfishafi: Helsinn Birex Pharmaceuticals | Skráð: 1. febrúar, 2021
Akynzeo inniheldur virku efnin palonósetrón og netúpítant. Lyfið er ætlað til meðferðar gegn bráða og síðkomna ógleði og uppköstum af völdum frumudrepandi krabbameinsmeðferðar. Krabbameinslyfjameðferðir geta valdið því að 5HT (serótónín) losast í smágirni en það örvar viðbragð sem veldur uppköstum. Verkunarháttur palonósetróns gegn ógleði og uppköstum er ekki fullþekktur en lyfið er sértækur 5HT-3-viðtaka blokkari og hindrar þetta viðbragð. Netúpítant er sértækur NK1-viðtaka blokki en NK1 viðtaki hefur verið tengdur við síðkomin uppköst og með því að hindra viðtakann getur lyfið komið í veg fyrir uppköst.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 hylki (300+0,5 mg) tekið inn um 1 klst. fyrir hverja lotu krabbameinslyfjameðferðar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins koma fljótlega fram.
Verkunartími:
Palonósetrón: um 12-24 klst en netúpítant gæti verkað í einhverja daga.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú telur að þú hafir gleymt að taka skammtinn, skaltu tafarlaust láta lækninn vita af því.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú telur að þú hafir tekið meira af lyfinu en þú átt að gera skaltu tafarlaust láta lækni vita.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hár eða lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Syfja, svefnörðugleikar | |||||||
Uppköst, ógleði, kviðverkir og meltingatruflanir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Aritavi
- Certican
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cordarone
- Cymbalta
- Dailiport
- Duloxetin Krka
- Duloxetin W&H
- Duloxetine Medical Valley
- Efexor Depot
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Everolimus WH
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Haldol
- Haldol Depot
- Ikervis
- Leptanal
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Modigraf
- Oropram
- Paxetin
- Prograf
- Quetiapin Actavis
- Quetiapin Krka
- Quetiapin Medical Valley
- Quetiapin Viatris
- Quetiapine Alvogen
- Rapamune
- Rimactan
- Sandimmun Neoral
- Seroquel Prolong
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sufenta
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vigamox
- Yentreve
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skerta lifrarstarfsemi
- þú sért með þarmateppu
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu. Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið sundli eða þreytu. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skaltu ekki aka bifreið.
Áfengi:
.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.