Multaq
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Dronedaron
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. ágúst, 2010
Multaq inniheldur virka efnið dronedaron og er notað til að halda hjartslætti reglulegum. Multaq er notað hjá þeim sem eru með hjartsláttartruflanir (óreglulegan hjartslátt -gáttatif) og meðferð sem kallast rafvending hefur haft þau áhrif að hjartslátturinn er aftur orðinn eðlilegur. Multaq kemur í veg fyrir að óreglulegur hjartsláttur endurtaki sig.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku
Venjulegar skammtastærðir:
Venjulegur skammtur er ein 400 mg tafla tvisvar á sólarhring með morgunmat og kvöldmat. Gleypa á töflurnar heilar með vatni.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur tekið um viku að ná jafnvægi.
Verkunartími:
Nokkrir dagar og tekur lyfið um 2 vikur að skiljast að fullu úr líkamanum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Það á að taka lyfið inn með máltíðum, morgunmat og kvöldmat.
Geymsla:
Geymið lyfið við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Meðferð með Multaq fer fram í umsjá læknis sem er sérhæfður í meðferð hjartasjúkdóma.
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita
upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Aukaverkanir
Ekki neyta greipaldinssafa meðan á meðferð með Multac stendur. Það getur aukið þéttni dronedarons í blóði og aukið líkurnar á aukaverkunum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Breyting á bragðskyni | |||||||
Gula, dökklitað þvag | |||||||
Hægur hjartsláttur | |||||||
Kláði, útbrot | |||||||
Uppköst, niðurgangur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta, magaóþægindi | |||||||
Þurr hósti | |||||||
Bólgur á fótum eða fótleggjum, erfiðleikar við öndun í liggjandi stöðu eða í svefni, mæði eða þyngdaraukning. |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt (St. John´s Wort) og greipaldinsafi getur milliverkað við dronedaron.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Candizol
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cordarone
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Diflucan
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Klacid
- Klomipramin Viatris
- Lixiana
- Noritren
- Oropram
- Paxlovid
- Pradaxa
- Sotalol Mylan
- Sporanox
- Tambocor
- Vfend
- Voriconazole Accord
Getur haft áhrif á
- Adalat Oros
- Advagraf
- Advagraf (Lyfjaver)
- Afinitor
- Alimemazin Evolan
- Atenolol Viatris
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Cardil
- Certican
- Dailiport
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Eliquis
- Eliquis (Abacus Medicine)
- Eliquis (Lyfjaver)
- Everolimus WH
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Ikervis
- Inegy
- Isoptin Retard
- Lixiana
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modigraf
- Paxlovid
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Rapamune
- Reagila
- Rimactan
- Rivaroxaban WH
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Seloken
- Seloken ZOC
- Signifor
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Venclyxto
- Veraloc Retard
- Warfarin Teva
- Xarelto
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með aðra hjartasjúkdóma
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með hægan púls
- grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
- þú sért með barn á brjósti
Meðganga:
Ekki er ráðlagt að taka inn lyfið á meðgöngu. Hættu að taka inn lyfið ef þú verður þunguð.
Brjóstagjöf:
Áður en lyfið er tekið skal hafa samband við lækni ef þú ert með barn á brjósti. Ekki er ráðlagt að taka inn lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Gæta skal varúðar þegar lyfið er notað hjá einstaklingum 75 ára og eldri ef aðrir sjúkdómar eru til staðar.
Akstur:
Lyfið hefur almennt ekki áhrif á hæfni til aksturs en aukaverkanir lyfsins, eins og þreyta, getur skert hæfni þína til aksturs.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.