Venclyxto

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Venetoclax

Markaðsleyfishafi: AbbVie Deutschland | Skráð: 5. desember, 2016

Venclyxto er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið venetoclax. Lyfið er notað við langvinnu eitilfrumuhvítblæði (CLL) hjá fullorðnum með eða án annarra lyfja. Einnig er venclyxto notað ásamt öðrum lyfjum sem meðferð við bráðu mergfrumuhvítblæði (AML). Venetoclax hamlar prótein í líkamanum sem heitir BCL-2, BCL-2 er til staðar í miklu magni í sumum krabbameinsfrumum og hjálpar þeim að lifa lengur. Þegar venetoclax hamlar próteininu hjálpar það til með að eyða krabbameinsfrumum og fækka þeim og hægja á framvindu sjúkdómsins.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Byrjað er að taka lágan skammt og hann svo hækkaður. Venjulegur skammtur er 400 mg einu sinni á dag. Töflurnar skal taka með mat á u.þ.b. sama tíma á hverjum degi. Þær skal gleypa í heilu lagi með glasi af vatni. Mikilvægt er að drekka mikið af vatni á meðan meðferð stendur til að fjarlægja niðurbrotsefni krabbameinsfrumna úr líkamanum með þvagi og koma í veg fyrir heilkenni sem nefnist æxlislýsuheilkenni (TLS).

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki má neyta afurða úr greipaldinum, Seville appelsínum (bitrar appelsínur sem eru oft notaðar í marmelaði) eða stjörnuávöxtum (carambola).

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef minna en 8 klst. eru liðnar síðan þú tekur venjulega skammtinn skal taka hann eins fljótt og auðið er. Ef meira en 8 klst. eru liðnar síðan þú áttir að taka skammtinn skaltu sleppa honum og taka næsta skammt á venjulegum tíma næsta dag. Það á ekki að tvöfalda skammta til að bæta upp skammt sem gleymdist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Tímalengd meðferðar getur verið mismunandi.


Aukaverkanir

Lyfið gæti valdið ófrjósemi hjá körlum og getu til að eignast barn, ræðið við lækni um geymslu sæðis áður en meðferð með Venclyxto er hafin.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andnauð      
Hiti, hrollur      
Krampar eða flog      
Kviðverkir, ógleði, uppköst      
Óreglulegur hjartsláttur      
Ruglástand      
Sýkingar, flensulík einkenni        
Vöðvaverkir, liðverkir      
Dökkt eða skýjað þvag      
Óvenjuleg þreytutilfinning      

Milliverkanir

Sjá hér fyrir ofan hvaða breytingar á mataræði þarf að gera. Það má ekki taka jóhannesarjurt á meðan Venclyxto er notað.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir verið bólusettur nýlega eða þurfir á bólusetningu að halda
  • þú hafir sögu um endurteknar sýkingar

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu og skulu konur sem geta orðið þungaðar vera á öruggri getnaðarvörn á meðan meðferð stendur og að minnsta kosti í 30 daga daga eftir að henni lýkur.

Brjóstagjöf:
Það á ekki að hafa barn á brjósti á meðan lyfið er notað.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum eða unglingum.

Akstur:
Aukverkun lyfsins er þreyta og sundl. Hver og einn þarf því að meta getu sína til aksturs þegar reynsla er komin á noktun lyfsins.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í blóðsjúkdómum mega ávísa lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.