Kerendia
Þvagræsilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Finerenón
Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 16. febrúar, 2022
Kerendia er notað til meðferðar hjá fullorðnum með langvinnan nýrnasjúkdóm í tenglsum við sykursýki af tegund 2. Kerendia inniheldur virka efnið finerenón sem er í flokki þvagræsilyfja. Það hindrar virkni hormóna sem kallast saltsterar sem að geta skaðað nýrun og hjartað.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Filmuhúðaðar töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla 1 sinni á dag. Það má taka lyfið með eða án matar.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Þú mátt ekki borða greipaldin eða drekka greipsafa á meðan þú tekur lyfið.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða. Læknir sendir þig í blóðprufu áður en þú getur byrjað að taka lyfið og eftir að þú hefur tekið lyfið í 4 vikur. Læknir gæti sent þig í reglulegar blóðrannsóknir til að fylgjast með.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Kláði | |||||||
Lágur blóðþrýstingur | |||||||
Ógleði | |||||||
Þreyta, slappleiki | |||||||
Blóðkalíumhækkun |
Milliverkanir
Lyfið milliverkar við ýmis lyf því á að láta lækni vita af öllum lyfjum sem þú tekur. Þú mátt ekki borða greipaldin eða drekka greipaldinsafa.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amló
- Amlodipin Bluefish
- Amlodipin Medical Valley
- Amlodipin Zentiva
- Amlodipine Vitabalans
- Atenolol Viatris
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Carvedilol Alvogen (áður Carveratio)
- Carvedilol STADA
- Cotrim
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Daren
- Diovan
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Eusaprim
- Exforge
- Felodipine Alvogen
- Idotrim
- Inspra
- Isoptin Retard
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Norvasc
- Presmin
- Presmin Combo
- Rimactan
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Spirix
- Spiron
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Trimetoprim Meda
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Veraloc Retard
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með Addisonssjúkdóm
- þú sért með hjartabilun
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Það má ekki taka lyfið á meðgöngu. Ef þú getur orðið þunguð skaltu nota örugga getnaðarvörn á meðan lyfið er tekið.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur valdið barninu skaða. Það má ekki vera með barn á brjósti á meðan lyfið er tekið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum undir 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Lyfið hefur engin áhrif á aksturshæfni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.