Scemblix

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Asciminib

Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 25. ágúst, 2022

Scemblix er krabbameinslyf og virka efnið asciminib er í flokki lyfja sem kallast próteinkínasahemlar. Scemblix er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Fíladelfíulitnings-jákvætt langvinnt kyrningahvítblæði í stöðugum fasa (Ph+ CML-CP) sem áður hefur verið meðhöndlað með tveimur eða fleiri týrósínkínasahemlum. Asciminib stöðvar skiptingu og vöxt afbrigðilegrar hvítrar blóðfrumna sem líkaminn framleiðir mikið af í kyrningahvítblæði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
40 mg 2svar á dag, með u.þ.b. 12 klst. millibili. Lyfið skal taka a.m.k 2 klst eftir mat eða 1 klst. fyrir mat.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið skal taka a.m.k 2 klst eftir mat eða 1 klst. fyrir mat.

Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef það eru minna en 6 klst. síðan skammturinn gleymdist skal taka skammtinn og taka svo næsta skammt á venjulegum tíma. Ef það eru meira en 6 klst liðnar skal sleppa skammtinum og taka næsta skammt á venjulegum tíma.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Lengd meðferðar er ákveðin af lækni og fer eftir ástandi sjúklings og ávinning meðferðar. Meðferð getur verið nokkrir mánuðir eða ár.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, hálsbólga eða önnur einkenni sýkingar      
Hósti          
Höfuðverkur, sundl          
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur          
Liðverkir, vöðvaverkir, þreyta          
Óeðlilegar blæðingar og marblettir      
Sýking í efri öndunarvegi          
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Látið lækni vita um öll önnur lyf sem eru notuð. Jóhannesarjurt milliverkar með lyfinu og því skal ekki nota það á meðan meðferð stendur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrarsjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með eða hefur fengið brisbólgu

Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur. Konur á barnignaraldri skulu nota örugga getnaðarvörn á meðan meðferð stendur og í a.m.k. 3 daga eftir að töku þess er hætt.

Brjóstagjöf:
Hætta skal brjóstagjöf á meðan lyfið er tekið og í a.m.k. 3 daga eftir að töku þess er hætt.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs. Aukaverkanir svo sem sundl eða sjóntruflanir geta hinsvegar haft áhrif og því þarf hver og einn að meta getu sína til aksturs.

Annað:
Læknirinn hefur reglulegt eftirlit með sjúklingum á lyfinu og einstaklingar eru sendir í blóðrannsóknir á meðan meðferð stendur.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.