Scemblix
Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Asciminib
Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 25. ágúst, 2022
Scemblix er krabbameinslyf og virka efnið asciminib er í flokki lyfja sem kallast próteinkínasahemlar. Scemblix er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með Fíladelfíulitnings-jákvætt langvinnt kyrningahvítblæði í stöðugum fasa (Ph+ CML-CP) sem áður hefur verið meðhöndlað með tveimur eða fleiri týrósínkínasahemlum. Asciminib stöðvar skiptingu og vöxt afbrigðilegrar hvítrar blóðfrumna sem líkaminn framleiðir mikið af í kyrningahvítblæði.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
40 mg 2svar á dag, með u.þ.b. 12 klst. millibili. Lyfið skal taka a.m.k 2 klst eftir mat eða 1 klst. fyrir mat.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið skal taka a.m.k 2 klst eftir mat eða 1 klst. fyrir mat.
Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef það eru minna en 6 klst. síðan skammturinn gleymdist skal taka skammtinn og taka svo næsta skammt á venjulegum tíma. Ef það eru meira en 6 klst liðnar skal sleppa skammtinum og taka næsta skammt á venjulegum tíma.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).
Langtímanotkun:
Lengd meðferðar er ákveðin af lækni og fer eftir ástandi sjúklings og ávinning meðferðar. Meðferð getur verið nokkrir mánuðir eða ár.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, hálsbólga eða önnur einkenni sýkingar | |||||||
Hósti | |||||||
Höfuðverkur, sundl | |||||||
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur | |||||||
Liðverkir, vöðvaverkir, þreyta | |||||||
Óeðlilegar blæðingar og marblettir | |||||||
Sýking í efri öndunarvegi | |||||||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Látið lækni vita um öll önnur lyf sem eru notuð. Jóhannesarjurt milliverkar með lyfinu og því skal ekki nota það á meðan meðferð stendur.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abstral
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Buccolam
- Clarithromycin Krka
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Colchicine Tiofarma
- Colrefuz
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Haldol
- Haldol Depot
- Inegy
- Klacid
- Leptanal
- Lipistad
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Midazolam Medical Valley
- Rimactan
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Salazopyrin
- Salazopyrin EN
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Vigamox
- Warfarin Teva
- Zarator
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrarsjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur fengið brisbólgu
Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur. Konur á barnignaraldri skulu nota örugga getnaðarvörn á meðan meðferð stendur og í a.m.k. 3 daga eftir að töku þess er hætt.
Brjóstagjöf:
Hætta skal brjóstagjöf á meðan lyfið er tekið og í a.m.k. 3 daga eftir að töku þess er hætt.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs. Aukaverkanir svo sem sundl eða sjóntruflanir geta hinsvegar haft áhrif og því þarf hver og einn að meta getu sína til aksturs.
Annað:
Læknirinn hefur reglulegt eftirlit með sjúklingum á lyfinu og einstaklingar eru sendir í blóðrannsóknir á meðan meðferð stendur.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.