Quetiapin Krka

Sefandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Quetíapín

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. apríl, 2018

Quetiapin Krka inniheldur virka efnið quetíapín. Lyfið er sefandi og er notað til að meðhöndla geðklofa, meðal til alvarlegar geðhæðarlotur, alvarlegar geðlægðarlotur og sem viðbótarmeðferð við alvarlegum geðlægðarlotum hjá sjúklingum með alvarlegt þunglyndi. Það hefur áhrif á mörg boðefni í heila eins og serótónín og dópamín. Quetíapín er óvenjulegt sefandi lyf og notkun þess fylgja vægar hreyfitruflanir sem líkjast einkennum parkinsonsveiki og ósjálfráðra hreyfinga. Álitið er að með sefandi lyfjum, sem aðeins vægar hreyfitruflanir fylgja, sé síður hætta á að síðkomnar hreyfitruflanir láti kræla á sér.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur og töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
50-800 mg á dag í einum skammti. Töflurnar gleypist heilar án matar. Ekki má skipta þeim, tyggja þær eða mylja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan viku.

Verkunartími:
A.m.k. 24 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Þegar meðferð er hætt skal minnka skammta smám saman á a.m.k. 1-2 vikum til að draga úr líkum á fráhvarfseinkennum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Ekkert bendir til annars en að notkun lyfsins í lengri tíma sé án vandkvæða. Síðkomnar hreyfitruflanir (tardive dyskinesia), sem lýsa sér sem ósjálfráðar hreyfingar, oftast í andlitsvöðvum og eru algengar aukaverkanir langtímanotkunar margra sefandi lyfja, virðast ekki fylgja inntöku quetíapíns.


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkun lyfsins er svefnhöfgi sem kemur mest fram við upphaf notkunar, við áframhaldandi notkun minnkar sú aukaverkun. Við notkun lyfsins hefur sést lækkun á magni skjaldkirtilshormóna á fyrstu vikum notkunar en lækkunin verður ekki frekari við áframhaldandi notkun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin matarlyst        
Gula        
Hiti        
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir      
Hraður hjartsláttur        
Hækkun á blóðsykri        
Höfuðverkur, þróttleysi        
Krampar      
Meltingartruflanir, uppköst        
Munnþurrkur, hægðatregða        
Svefnhöfgi, yfirlið, sundl        
Svimi þegar staðið er upp        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    
Þokusýn        
Þyngdaraukning, bjúgur        
Tormæli        
Skapstyggð        
Óeðlilegir draumar, martraðir        
Sjálfsvígshugsanir og -hegðun      
Ofhiti, breytt andlegt ástand, vöðvastífni, ósjálfráður óstöðugleiki    
Bólga í nefi, mæði        

Milliverkanir

Forðast ætti samhliða notkun sefandi lyfja. Greipaldinsafi hefur áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrarsjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með of lágan blóðþrýsting
  • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað að hve miklu leyti lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið getur haft slævandi áhrif og um leið haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Getur haft áhrif á virkni lyfsins og skal nota með varúð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.