Nozinan
Sefandi lyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Levómeprómazín
Markaðsleyfishafi: Sanofi
Nozinan inniheldur virka efnið levómeprómazín. Lyfið er sefandi og með breitt verkunarsvið. Það er skylt klórprómazíni og hefur að flestu leyti svipaða verkun, en róandi áhrif levómeprómazíns eru þó töluvert meiri. Levómeprómazín hefur hamlandi áhrif á mörg boðefnakerfi í heila og dregur úr sturlunareinkennum. Levómeprómazín er notað við geðklofa, sturlunareinkennum, fráhvarfseinkennum eftir fíkniefnaneyslu, spennu, óróa og árásarhneigð sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum hætti. Það er sérstaklega hentugt þegar þörf er á miklum róandi áhrifum, t.d. þegar svefntruflanir fylgja ofangreindum einkennum. Levómeprómazín má einnig nota við ógleði, langvarandi hiksta, til þess að auka áhrif verkjalyfja og líka gegn taugaverkjum. Aukaverkanir af völdum lyfsins eru nokkuð algengar. Munnþurrkur og hreyfitruflanir, sem líkjast einkennum parkinsonsveiki, eru þær algengustu. Alvarlegustu aukaverkanir af völdum levómeprómazíns eru síðkomnar hreyfitruflanir (tardive dyskinesia) eftir langtímanotkun lyfsins. Þessar aukaverkanir geta orðið óafturkræfar en í flestum tilfellum ganga þær þó til baka á nokkrum mánuðum eftir að lyfjagjöf hættir. Ungir sjúklingar fá síður þessar aukaverkanir og þær ganga fremur til baka hjá þeim eftir að lyfjagjöf lýkur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru háðir ástandi sjúklings. Fullorðnir: 2,5-200 mg í senn 1-3svar á dag. Börn eldri en 5 ára: Þriðjungur til helmingur af fullorðinsskammti. Börn yngri en 5 ára: 0,5 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Töflurnar gleypist heilar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram ef töku lyfsins er hætt. Ekki hætta að taka lyfið nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef teknir eru stórir skammtar eða vart verður við einkenni eins og vöðvaslappleika, yfirlið, meðvitundarleysi, krampa eða stífleika í vöðvum skal hafa samband við lækni strax.
Langtímanotkun:
Parkinsonslíkar hreyfitruflanir koma helst fram ef lyfið er notað lengur en í nokkra mánuði í senn. Notkun levómeprómazíns í langan tíma getur leitt til síðkominna hreyfitruflana (tardive dyskinesia). Þær koma fram sem ósjálfráðar hreyfingar, oftast í andlitsvöðvum. Lyfið getur valdið þyngdaraukningu þegar það er tekið í langan tíma.
Aukaverkanir
Flestar aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar, þ.e. líklegri eða meiri eftir því sem skammtar eru hærri, en tíðni aukaverkana fer einnig eftir meðferðartíma og við hverju lyfið er notað. Þær algengustu eru þreyta, svimi og munnþurrkur, en parkinsonslík einkenni eru þær aukaverkanir sem takmarka helst notkun lyfsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Brjóstastækkun karlmanna | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hraður hjartsláttur, lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Krampar | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Þreyta, svimi, munnþurrkur | |||||||
Þyngdaraukning |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Candpress Comp
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Dostinex
- Efexor Depot
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Folsyra Evolan
- Fontex
- Glimeryl
- Hydromed
- Klomipramin Viatris
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Oprymea
- Oropram
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Pramipexole Alvogen
- Presmin Combo
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sifrol
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Strattera (Lyfjaver)
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Xyrem
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
- þú sért með öndunarfærasjúkdóm
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Minni skammtar eru notaðir.
Eldra fólk:
Oftast eru minni skammtar notaðir.
Akstur:
Lyfið getur virkað sljóvgandi og skert viðbragðsflýti, og þar með haft áhrif á hæfni til að stjórna ökutækjum. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.