Risperdal
Sefandi lyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Risperídón
Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag | Skráð: 1. janúar, 1995
Risperdal er sefandi lyf. Það hefur áhrif á flest einkenni geðklofa og er notað við bráðum og líka langvinnum geðtruflunum. Talið er að einkenni geðklofa stafi að hluta til af of mikilli virkni ákveðinna taugaboðefna, þaðan sem skapferli, hegðun og skynjun er stjórnað í heila. Risperídón, virka efnið í lyfinu, dregur úr virkni nokkurra þeirra. Lyfið er líka notað við alvarlegum hegðunarvandamálum hjá börnum, unglingum og fullorðnum með námsröskun. Risperídón er tiltölulega nýtt lyf. Áhrif þess á boðefnakerfi heilans eru nokkuð frábrugðin áhrifum eldri sefandi lyfja. Sú mikilvægasta er að lyfið veldur síður hreyfitruflunum en eldri lyfin. Aukaverkanir sem þessar fylgja gjarnan notkun sefandi lyfja og takmarka notagildi þeirra.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur og mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1-6 mg á dag í 1-2 skömmtum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 vikur.
Verkunartími:
Misjafn eftir sjúklingum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið getur valdið þyngdaraukningu og því er ráðlegt að sneiða hjá orkuríkri fæðu. Fæða hefur ekki áhrif á verkun lyfsins, og að öðru leyti þarf ekki að breyta mataræði.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar hætt er að taka lyfið. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Risperídón getur valdið síðkomnum hreyfitruflunum (tardive dyskinesia) sem lýsa sér í ósjálfráðum hreyfingum, oftast í andlitsvöðvum. Hættan á því að þetta komi fram eykst eftir því sem lyfið er notað lengur. Risperídón veldur síður þessum aukaverkunum en eldri sefandi lyfin gera, t.d. halóperidól. Hreyfitruflanirnar geta orðið óafturkræfar, en oft ganga þær til baka á nokkrum mánuðum eftir að lyfjagjöf er hætt.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun lyfsins er svefnleysi og kemur fram hjá allt að 13% þeirra sjúklinga sem taka lyfið. Tíðni hreyfitruflana er töluvert minni en þegar eldri lyf eru tekin, t.d. halóperídól.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin mjólkurmyndun | |||||||
Aukin munnvatnsframleiðsla | |||||||
Blæðingatruflanir | |||||||
Bólga í nefi | |||||||
Brjóstastækkun karlmanna | |||||||
Einbeitingarskortur, hræðsla, æsingur | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár eða lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir | |||||||
Hækkun á blóðsykri | |||||||
Meltingartruflanir, kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Minnkuð kyngeta, seinkun á sáðláti, standpína | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Svefnleysi, höfuðverkur, þreyta | |||||||
Útbrot | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Þokusýn | |||||||
Þyngdaraukning |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Abiraterone STADA
- Akeega
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Bupropion Teva
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cloxabix
- Dostinex
- Efexor Depot
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Invega
- Klomipramin Viatris
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Oprymea
- Oropram
- Paliperidon Krka
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Paxlovid
- Pramipexole Alvogen
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sifrol
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Sufenta
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- TREVICTA
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Xeplion
- Zoloft
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára og ekki börnum yngri en 5 ára við hegðunarröskun.
Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum, minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.