Zyprexa
Sefandi lyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Olanzapín
Markaðsleyfishafi: CHEPLAPHARM Registration GmbH | Skráð: 1. mars, 1998
Zyprexa, sem inniheldur virka efnið olanzapín, er sefandi lyf. Það tilheyrir nýlegum flokki sefandi lyfja sem eru efnafræðilega óskyld eldri sefandi lyfjum. Áhrif lyfsins á boðefnakerfi í heilanum eru nokkuð frábrugðin áhrifum eldri lyfjanna og það veldur síður aukaverkunum eins og hreyfitruflunum sem eru áberandi hjá eldri lyfjunum og takmarka notagildi þeirra. Olanzapín er notað við geðklofa, bæði í upphafi meðferðar og til framhaldsmeðferðar sem og hjá sjúklingum sem þola illa aukaverkanir annarra sefandi lyfja. Það hefur kröftug áhrif á flest einkenni geðklofa. Lyfið er líka notað við geðhæð, bæði meðal og alvarlegri og einnig til að fyrirbyggja frekari einkenni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku og stungulyf í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
5-20 mg í senn einu sinni á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1 vika.
Verkunartími:
Ekki þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið getur valdið þyngdaraukningu og því er ráðlegt að neyta ekki orkuríkrar fæðu. Fæða hefur ekki áhrif á verkun lyfsins og því er að öðru leyti ekki þörf á breyttu mataræði.
Geymsla:
Geymist í lokuðum upprunalegum umbúðum, varið ljósi og raka, við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram ef töku lyfsins hættir. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Það getur verið æskilegt að minnka skammta smám saman.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Olanzapín getur valdið síðkomnum hreyfitruflunum (tardive dyskinesia) og koma fram sem ósjálfráðar hreyfingar, oftast í andlitsvöðvum. Hættan á því að þessar hreyfitruflanir komi fram eykst eftir því sem lyfið er notað lengur. Olanzapín veldur síður þessum aukaverkunum en hin eldri sefandi lyf, t.d. halóperidól. Hreyfitruflanir geta orðið óafturkræfar, en oft ganga þær til baka á nokkrum mánuðum eftir að lyfjagjöf er hætt. Ungir sjúklingar fá síður þessar aukaverkanir og þær ganga frekar til baka hjá þeim eftir að lyfjagjöf hættir.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svefnhöfgi og þyngdaraukning, sem koma fram hjá um 10% þeirra sjúklinga sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin matarlyst, þyngdaraukning | |||||||
Bjúgur | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Hækkun á blóðsykri | |||||||
Krampar | |||||||
Munnþurrkur, hægðatregða | |||||||
Svimi þegar staðið er upp | |||||||
Svimi, svefnhöfgi | |||||||
Útbrot | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti | |||||||
Þreyta, þróttleysi | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Niðurbrot olanzapíns í líkama er hraðara hjá einstaklingum sem reykja en hjá þeim sem reykja ekki. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Buccolam
- Bupropion Teva
- Cipralex
- Cipramil
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Citalopram STADA
- Dostinex
- Efexor Depot
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Klomipramin Viatris
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Midazolam Medical Valley
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Oprymea
- Oropram
- Parkódín
- Parkódín forte
- Paxetin
- Pramipexole Alvogen
- SEM mixtúra
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sifrol
- Síprox
- Strattera (Lyfjaver)
- Sufenta
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Zoloft
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með parkinsonsveiki
- þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með háa blóðfitu
- þú sért með þarmalömun
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur sljóvgandi áhrif og getur dregið úr viðbragðsflýti. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.