Selexid
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Pívmecillínam
Markaðsleyfishafi: Karo Pharma | Skráð: 1. desember, 1980
Selexid er sýklalyf. Pívmecillínam, innihaldsefni lyfsins, er svokallað forlyf, þ.e. það er ekki virkt í því formi sem það er tekið inn en virkjast í líkamanum. Í líkamanum klofnar það niður í pívalínsýru og mecillínam. Mecillínam er bakteríudrepandi pensilínsamband sem er virki hluti lyfsins, en pívalínsýra er óvirk. Verkunarsvið mecillínams er nokkuð frábrugðið öðrum pensilínum, en það hefur áhrif á aðrar tegundir baktería en almennt gildir um pensilínsambönd. Pívmecillínam er nær eingöngu notað við þvagfærasýkingum, en þó einnig við salmonellusýkingum. Það hefur oftast áhrif á þær tegundir sýkla sem algengast er að valdi sýkingum í þvagrás. Auk þess nær það mikilli þéttni í þvagi þar sem lyfið safnast fyrir áður en það skilst út.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: 200-400 mg í senn 3svar á dag. Börn: 20 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag í 3 skömmtum. Töflurnar takist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hæfileg þéttni til þess að hafa áhrif á bakteríur í þvagrás næst á um 2-3 klst. en lengri tími líður þangað til einkenni sýkingarinnar hverfa.
Verkunartími:
Um 6 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Taktu síðan það sem eftir er af dagskammtinum með reglulegu millibili. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér upp aftur og bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Pívmecillínam er aðeins notað í skamman tíma í einu.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óþægindi í meltingarvegi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sveppasýkingar á sköpum og í leggöngum |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Asubtela
- Braftovi
- Cerazette
- Cleodette
- Cypretyl
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Jaydess
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Ornibel
- Ovestin
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Visanne
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið ofnæmisviðbrögð við pensilínlyfi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með þrengsli í vélinda
- þú sért með porfýríu
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst ekki í brjóstamjólk.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.