Activelle

Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Estradíól Noretísterón

Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk | Skráð: 1. mars, 2000

Activelle inniheldur tvö virk efni, estradíól og noretísterón. Estradíól er hormón sem líkaminn framleiðir. Við tíðahvörf minnkar framleiðsla hormónanna, estradíóls og prógesteróns, og því fylgja ýmis óþægindi. Meðferð með Activelle miðar að því að vega upp hormónaskortinn og slá á einkenni af völdum tíðahvarfa. Hormónameðferð eftir tíðahvörf minnkar einnig líkur á beinþynningu þar sem estradíól stuðlar að eðlilegu viðhaldi beina. Lyfið er því líka gefið konum sem hætta er á að fái beinþynningu að tíðahvörfum loknum. Noretísterón er samtengt hormón með sömu áhrif í líkamanum og kvenhormónið prógesterón. Hér er það gefið með estradíóli allan tímann sem meðferð varir til að hindra ofvöxt í slímhimnu legsins. Lyfið viðheldur hins vegar ekki reglulegum tíðablæðingum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla á dag, helst alltaf á sama tíma dags. Töflurnar takist inn með vatnsglasi. Hver tafla inniheldur 1 mg estradíól og 0,5 mg noretísterón.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif koma fram á fyrsta mánuði meðferðar og einkenni hormónaskorts hverfa á nokkrum vikum eða mánuðum.

Verkunartími:
Um 1 sólarhringur eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef fleiri en 36 klst. líða frá síðasta skammti skaltu sleppa þeim sem gleymdist og taka næstu töflu á réttum tíma. Ekki taka tvær töflur í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta skal töku lyfsins í samráði við lækni

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en ráðlegt er að fara reglulega í eftirlit hjá lækni. Nánar ákveðið í samráði við lækni.


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkunin eru blæðingatruflanir, s.s. milliblæðingar og blettablæðingar og koma fram hjá um 10-30% kvenna sem taka lyfið. Þetta er algengast á fyrstu mánuðum meðferðar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bakverkir          
Blæðingatruflanir          
Breytingar í brjóstum        
Eymsli í brjóstum, brjóstastækkun          
Gula          
Háþrýstingur          
Höfuðverkur, ógleði          
Kviðverkir          
Sinadráttur          
Útbrot og mikill kláði          
Útferð          
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti        
Þunglyndi          
Þyngdaraukning, bjúgur          

Milliverkanir

Lyf sem auka áhrif lifrarensíma, t.d. sum flogaveikilyf eða sýklalyf geta dregið úr virkni lyfsins. Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • einhver í ættinni sé með sykursýki, hjarta- eða æðasjúkdóm
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með astma
 • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
 • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með mígreni
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með rauða úlfa (lupus)
 • þú sért með sykursýki
 • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum

Meðganga:
Lyfið á ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá konum eldri en 65 ára.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.