Vagifem

Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Estradíól

Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk | Skráð: 1. janúar, 1995

Estradíól er hormón sem líkaminn framleiðir. Eftir tíðahvörf hætta eggjastokkarnir að framleiða estradíól og prógesterón. Hormónameðferðin miðast að því að vega skortinn upp sem verður og að slá á einkenni sem eru samfara honum. Vagifem er notað staðbundið í leggöng og hefur aðeins áhrif á legslímhúðina en almenn áhrif þess eru lítil sem engin, t.d. á bein. Lyfið er ætlað konum við slímhúðarrýrnun í leggöngum vegna skorts á estrógeni eftir tíðahvörf.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Legtöflur í leggöng.

Venjulegar skammtastærðir:
1 legtafla (10 eða 25 míkrógrömm) daglega í upphafi meðferðar í 2 vikur og 2svar í viku eftir það.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki geyma í kæli.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta skal uppbótarmeðferð eftir tíðahvörf í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða en ráðlegt er að fara reglulega í skoðun, minnst árlega. Ákveðið nánar í samráði við lækni.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur í útlimum          
Blæðing úr leggöngum          
Gula      
Höfuðverkur          
Meltingartruflanir, vindgangur          
Ógleði, kviðverkir, uppþemba          
Sveppasýking í leggöngum, útferð          
Uppköst, niðurgangur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Bjúgur í brjóstum, brjóstastækkun, eymsli og spenna í brjóstum          

Milliverkanir

Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með astma
 • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
 • þú sért með flogaveiki
 • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með mígreni
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með rauða úlfa (lupus)
 • þú sért með sykursýki
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
 • þú sért með porfýríu
 • þú hafir fengið gallsteina
 • þú hafir sögu um brjóstakrabbamein eða illkynja æxli

Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega ekki notað lyfið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Lyfið hentar vel eldri konum. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins fyrir konur eldri en 65 ára.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.