Kyleena

Getnaðarvörn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Levónorgestrel

Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 15. nóvember, 2021

Kyleena er getnaðarvarnarlyf og nefnist lykkjan í daglegu tali. Lyfið inniheldur eitt virkt efni (hormón), levónorgestrel. Levónorgestrel er samtengt hormón sem hefur sömu áhrif í líkamanum og kvenhormónið prógesterón. Levónorgestrel veldur breytingum á slímhúð legsins með þeim afleiðingum að frjóvguð eggfruma nær síður að hreiðra þar um sig. Leghálsslímið þykknar og sáðfrumur eiga erfitt með að komast upp leghálsinn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hormónalykkja í leg.

Venjulegar skammtastærðir:
1 lykkja á 5 ára fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1 sólarhringur.

Verkunartími:
Um 5 ár.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Engin hætta er á því að skammtur gleymist vegna staðsetningar lyfsins.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun getnaðarvarnarlyfs hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hverfandi hætta er á ofskömmtun. Ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða en ráðlegt er að fara reglulega í skoðun. Ákveðið nánar í samráði við lækni.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru algengari fyrstu mánuðina eftir uppsetningu, en hjaðna við langtíma notkun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytingar á blæðingum          
Ógleði, höfuðverkur          
Skapbreytingar          
Spenna í brjóstum          
Útbrot, kláði          
Útferð          
Verkir í kviðarholi og baki          
Þyngdarbreytingar, bjúgur          

Milliverkanir

Jóhannesarjurt getur haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með mígreni
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.