Alimemazin Evolan

Ofnæmislyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Alímemazín

Markaðsleyfishafi: Evolan | Skráð: 1. september, 2018

Alímemazín, virka efnið í Alimemazin Evolan, hindrar áhrif histamíns víða í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis. Lyfið er því ofnæmisstillandi en ásamt því hefur lyfið róandi og svæfandi verkun. Róandi áhrif Alimemazin Evolan er notað við kvíða og til að bæta svefn hjá fullorðnum og sem róandi fyrir svefn hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára. Engin hætta er á ávanabindingu við notkun lyfsins.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Við kvíða og öðrum einkennum af völdum misnotkunar áfengis og lyfja hjá fullorðnum: Í upphafi 40-60 mg 2-3 sinnum á dag og minnka niður í 5-10 mg 2-3 sinnum á dag eftir einhverja daga. Við svefntruflanir hjá fullorðnum: 20 mg 1-2 klst fyrir svefn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-2 klst.

Verkunartími:
6-8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Ef hægt er, skal sýna viðkomandi umbúðir af Alimemazin Evolan.

Langtímanotkun:
Ef munnþurrkur er viðvarandi getur þurrkurinn haft áhrif á slímhúðina í munninum og tannholdið.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru tíðari eftir því sem skammtar eru stærri og lyfið er tekið í lengri tíma.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hraður hjartsláttur        
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni        
Höfuðverkur, svimi, svefnhöfgi          
Meltingaróþægindi, munnþurrkur          
Nefstífla          
Stífleiki í vöðvum og hiti        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þvagtregða        

Milliverkanir

Verkun svefnlyfja, verkjalyfja og svæfingarlyfja getur aukist af völdum alimemazins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið. Þó skal leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað lengur en tímabundið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum 12 ára og yngri.

Eldra fólk:
Getur verið viðkvæmara fyrir sumum aukaverkunum lyfsins.

Akstur:
Lyfið getur skert aksturshæfni. Ekki aka bíl meðan lyfið er tekið.

Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki skal neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.