Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
Sjúkdómsgreinarefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ofnæmisvaka extrakt
Markaðsleyfishafi: ALK-Abelló | Skráð: 1. júlí, 1999
Soluprick SQ innheldur ofnæmisvaka extrökt sem innihalda þá ofnæmisvaka sem eru mikilvægastir fyrir ofnæmissvar og er það notað til þess að greina ofnæmi í ofnæmisprófi. Prófið felst í því að dropi af ofnæmisvakalausn er settur á húðina og stungið í gegnum hana með litlum pinna. Í lausninni er þar til gerður ofnæmisvaldur og henni til samanburðar eru notaðar tvenns konar lausnir, önnur inniheldur histamín og veldur ofnæmisviðbrögðum hjá öllum en hin inniheldur saltvatn og veldur engum viðbrögðum. Sé ofnæmi til staðar kemur fram innan 10-20 mínútna roði og þroti á þeim stað sem prófið var gert og er þannig hægt að greina hvort viðkomandi sé með ofnæmi fyrir tilteknum ofnæmisvaka.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis lausn.
Venjulegar skammtastærðir:
Meðferðin er venjulega í höndum sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum sem ákveða skammtastærðir.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
15 mín. eða meira.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist á köldum stað (2-8°C) í upprunalegum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol lyfsins eftir opnun er 6 mánuðir.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað í langan tíma í einu.
Aukaverkanir
Þar sem verið er að athuga það hvort fólk hafi ofnæmi þá er það þáttur í greiningunni að fólk fái staðbundnar aukaverkanir af þessu lyfi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólga í húð | |||||||
Útbrot og kláði á stungustað | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Ofnæmislyf geta dregið úr viðbrögðum við húðprófinu. Það sama á við um svokölluð þríhringlaga geðdeyfðarlyf og barkstera, hvort sem þeir eru teknir inn eða notaðir staðbundið. Mælt er með því að hætta notkun þessara lyfja nokkrum dögum eða vikum fyrir húðprófið.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Cosopt sine
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Xalcom
Getur haft áhrif á
- Aerius
- Alimemazin Evolan
- Alkindi
- Benylan
- Cetirizin STADA
- Cetirizine Alvogen (áður Cetirizin ratiopharm)
- Clarityn
- Dasergin
- Dasselta
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Desloratadine Alvogen
- Diprospan
- Florinef
- Flynise
- Histasín
- Hydrokortison Orion
- Kenacort-T
- Kestine
- Lederspan
- Livostin
- Livostin (Heilsa)
- Lóritín
- Magical Mouthwash
- Nefoxef
- Plenadren
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- SEM mixtúra
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tavegyl
- Telfast
- Telfast (Heilsa)
- Zensitin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Óhætt er að nota lyfið á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Óhætt er að nota lyfið samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.