Grazax
Ofnæmisvakar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ofnæmisvaka extrakt
Markaðsleyfishafi: ALK-Abelló A/S
Þegar ofnæmisvaldur berst til líkamans með snertingu fer af stað flókið ferli í líkamanum með ofnæmisviðbrögðum og tilheyrandi ofnæmiseinkennum. Fyrir þá sem eru haldnir miklu ofnæmi, orsakavaldurinn er þekktur og ofnæmið háir verulega viðkomandi, er ákveðin meðferð reynd sem kallast afnæmingarmeðferð. Grazax inniheldur hreinsuð ofnæmisvaka extrökt sem eru notuð við slíka meðferð. Meðferðin felst í því að gefa ofnæmisvakann reglulega í nokkur ár, í von um að líkaminn aðlagist og hætti að sýna viðbrögð við ofnæmisvakanum. Grazax er notað við frjókornaofnæmi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Frostþurrkaðar töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Ein tafla (75.000 SQ-T) á dag, undir tungu. Forðast skal að kyngja í 1 mín. og neyta matar og drykkjar í 5 mín. frá inntöku.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið en meðferð skal hefja a.m.k. 4 mánuðum fyrir væntanlegt grasfrjókornatímabil.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum upprunalegum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Mælt er með samfelldri meðferð í nokkur ár. Ef enginn árangur næst á fyrsta frjókornatímabilinu er ástæðulaust að halda meðferð áfram.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Augnkláði, tárubólga | |||||||
Bólga og þrengsli í munni og hálsi | |||||||
Erting og einkenni í munni, nefi og hálsi | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Höfuðverkur, þreyta | |||||||
Kláði í eyra og húð, dofi í munni | |||||||
Meltingartruflanir, ógleði | |||||||
Sýking í öndunarvegi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Cosopt sine
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Xalcom
Getur haft áhrif á
- Aerius
- Alimemazin Evolan
- Alkindi
- Benylan
- Cetirizin STADA
- Cetirizine Alvogen (áður Cetirizin ratiopharm)
- Clarityn
- Dasergin
- Dasselta
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Desloratadine Alvogen
- Desloratadine Teva
- Diprospan
- Florinef
- Flynise
- Histasín
- Hydrokortison Orion
- Kenacort-T
- Kestine
- Lederspan
- Livostin
- Livostin (Heilsa)
- Lóritín
- Magical Mouthwash
- Nefoxef
- Paradorm
- Plenadren
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- SEM mixtúra
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tavegyl
- Telfast
- Zensitin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með astma
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með sjálfsnæmissjúkdóm
- þú sért með bólgu, sár eða sýkingu í munnholi
- þú sért með illkynja sjúkdóm
Meðganga:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Meðferð skal ekki að hefja á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ungbarn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 5 ára.
Eldra fólk:
Notkun lyfsins hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum eldri en 65 ára.
Akstur:
Lyfið hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs.
Áfengi:
Hófleg neysla áfengis ætti ekki að hafa veruleg áhrif á verkun lyfs.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.