Alutard SQ, birkifrjo
Ofnæmisvakar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Ofnæmisvaka extrakt
Markaðsleyfishafi: ALK-Abelló | Skráð: 1. júlí, 1999
Þegar ofnæmisvaldur berst til líkamans með snertingu fer af stað flókið ferli í líkamanum með ofnæmisviðbrögðum og tilheyrandi ofnæmiseinkennum. Fyrir þá sem eru haldnir miklu ofnæmi, orsakavaldurinn er þekktur og ofnæmið háir verulega viðkomandi, er ákveðin meðferð reynd sem kallast afnæmingarmeðferð. Alutard SQ, birkifrjo inniheldur hreinsuð ofnæmisvaka extrökt sem eru notuð við meðferð á ofnæmi við trjáfrjó. Meðferðin felst í því að gefa ofnæmisvakann með vissu millibili yfir ákveðið tímabil, í nokkur ár, í von um að líkaminn aðlagist og hætti að sýna viðbrögð við ofnæmisvakanum. Afnæmingarmeðferðin á alltaf að vera í höndum sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum, enda er ekki farið út í hana nema brýna nauðsyn beri til.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
Meðferðin er í höndum sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum sem ákveða skammtastærðir.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Forðast skal þungar máltíðir á innspýtingardegi.
Geymsla:
Geymist á köldum stað (2-8°C) í upprunalegum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol lyfsins eftir opnun er 6 mánuðir. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.
Langtímanotkun:
Virkni lyfsins byggist á langtímanotkun.
Aukaverkanir
Fyrstu aukaverkanirnar geta komið fram á fyrstu 30 mín. Aukaverkanirnar geta verið að koma fram í allt að 24 tíma eftir innspýtingu. Aukaverkanirnar tengjast yfirleitt virkni lyfsins þar sem verið er að virkja vissa þætti ónæmiskerfisins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólga í húð | |||||||
Hnúðar undir húð á stungustað | |||||||
Kláði í lófum og iljum | |||||||
Mikill kláði í húð | |||||||
Soghljóð við öndun, þrengsli fyrir brjósti | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta | |||||||
Þroti, roði og kláði á stungustað |
Milliverkanir
Samtímis notkun lyfja við ofnæmi geta haft áhrif á þol sjúklingsins. Aðra ofnæmisvaka, t.d. stífkrampa, ætti ekki að gefa fyrr en minnst viku eftir gjöf Alutard SQ nema brýna nauðsyn beri til.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Cosopt sine
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Logimax
- Logimax forte
- Magical Mouthwash
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Xalcom
Getur haft áhrif á
- Aerius
- Alimemazin Evolan
- Alkindi
- Benylan
- Cetirizin STADA
- Cetirizine Alvogen (áður Cetirizin ratiopharm)
- Clarityn
- Dasergin
- Dasselta
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Desloratadine Alvogen
- Desloratadine Teva
- Diprospan
- Florinef
- Flynise
- Histasín
- Hydrokortison Orion
- Kenacort-T
- Kestine
- Lederspan
- Livostin
- Livostin (Heilsa)
- Lóritín
- Magical Mouthwash
- Nefoxef
- Paradorm
- Plenadren
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- SEM mixtúra
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tavegyl
- Telfast
- Zensitin
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir gleymt að taka inn ofnæmislyf
- þú sért með hita eða sýkingu
Meðganga:
Ekki má hefja meðferð á meðgöngu. Ef þungun á sér stað á meðan meðferð stendur þá má halda henni áfram.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið þreytu. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Forðast skal neyslu áfengis á innspýtingardegi.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Forðast skal erfiðar æfingar og heita sturtu á innspýtingardegi.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.