Aprepitant Medical Valley

Lyf við uppköstum og ógleði | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Aprepitant

Markaðsleyfishafi: Medical Valley | Skráð: 1. nóvember, 2021

Aprepitant Medical Valley inniheldur virkaefnið aprepitant sem er notað til að fyrirbyggja ógleði og uppköst í tengslum við krabbameinslyfjameðferð hjá fullorðnum og unglingum yfir 12 ára, þetta lyf er notað sem hluti meðferðar sem felur í sér barkstera og 5-HT3 viðtakablokka (t.d. dexametasón og ondansetron). Aprepitant virkar með því að hindra substance P NK1 viðtaka sem finnst t.d. í meltingarvegi og hefur verið sýnt að valdi uppköstum af völdum krabbameinslyfjamerðferðar


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki

Venjulegar skammtastærðir:
125mg 1 klst áður en krabbameinslyfjameðferð hefst og 80mg næstu tvo morgna.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
eftir u.þ.b. 4 klst

Verkunartími:
u.þ.b. 9-13 klst

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
ekki er þörf á breyttu mataræði

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorti ná til né sjá

Ef skammtur gleymist:
Leitast skal ráða hjá lækni ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta á lyfinu með með samráði við lækni

Ef tekinn er of stór skammtur:
Sé tekið of stór skammtur af lyfinu eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, hjúrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222)

Langtímanotkun:
Aprepitant er ekki notað sem langtímameðferð


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiksti          
Höfuðverkur          
Minnkuð matarlyst          
Truflun á bragðskyni          
Þreyta          
Ofnæmisviðbrögð s.s. útbrot, kláði, öndunarerfiðleikar, hiti ásamt eitlastækkunum.      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi

Meðganga:
Ekki ætlað til notkunar á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri

Brjóstagjöf:
Ekki ráðlagt

Börn:
Ekki ætlað börnum yngri en 12 ára

Eldra fólk:
Ekki er þörf á að breyta skömmtum

Akstur:
Getur haft lítil áhrif á akstur

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.