Lynparza

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Olaparib

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. nóvember, 2017

Lynparza inniheldur virka efnið olaparib. Olaparib er af tegund krabbameinslyfja sem kölluð eru PARP (fjöl [adenosine diphosphate-ríbósa] pólýmerasa) hemlar. Hjá sjúklingum með stökkbreytingar (breytingar) í ákveðnum genum sem kallast BRCA (brjóstakrabbameinsgen), sem eru í hættu að fá ákveðnar tegundir krabbameins, geta PARP hemlar valdið dauða krabbameinsfrumna með því að stöðva ensím sem tekur þátt í DNA-viðgerð. Lynparza er notað til meðferðar á ákveðinni tegund krabbameins í eggjastokkum sem kallað er „krabbamein í eggjastokkum með BRCA stökkbreytingu“. Það er notað þegar krabbameinið hefur svarað hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð sem byggist á platínu. Gert er próf til þess að ákvarða hvort um krabbamein með BRCA stökkbreytingu sé að ræða.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur af Lynparza er 300 mg tvisvar á dag, jafngildir 600 mg heildardagskammti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Á ekki við þar sem lyfið er gefið sem hluti af meðferðarskema á eftir platinummeðferð. Lyfið nær hámarksblóðþéttni eftir 1-3 klst.

Verkunartími:
2-4 dagar

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki drekka greipaldinsafa allan tímann meðan á meðferð með Lynparza stendur. Hann getur haft áhrif á verkun lyfsins.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur af Lynparza gleymist á að taka næsta skammt samkvæmt áætlun. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af Lynparza hefur verið tekinn á samstundis að hafa samband við lækninn eða næsta sjúkrahús. Sími hjá eitrunarmiðstöð Landspítala er 543 2222


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvaða aukaverkanir þetta geta verið. Læknirinn getur einnig ávísað öðrum lyfjum til þess að ná stjórn á aukaverkunum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytt bragðskyn, magaverkir, niðurgangur          
Brjóstsviði          
Flökurleiki, uppköst og ógleði          
Höfuðverkur, þreyta, svimi          
Kviðverkir, særindi í hálsi eða munni          
Lystarleysi          
Marblettir, blæðingar        
Mæði        
Sýking, hiti        

Milliverkanir

Jóhannesarjurt/jónsmessurunni (Hypericum perforatum) – náttúrulyf aðallega notað við þunglyndi getur haft óæskileg áhrif á meðferðina.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Þú átt ekki að nota Lynparza á meðgöngu eða ef þungun er fyrirhuguð.

Brjóstagjöf:
Ekki má vera með barn á brjósti meðan Lynparza er notað og í einn mánuð eftir að þú færð síðasta skammtinn af Lynparza. Segðu lækninum ef þú ráðgerir að vera með barn á brjósti.

Börn:
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Lynparza hjá börnum og unglingum.

Eldra fólk:
Ekki er nauðsynlegt að aðlaga upphafsskammt hjá öldruðum. Takmarkaðar klínískar upplýsingar liggja fyrir hjá sjúklingum 75 ára og eldri.

Akstur:
Meðan á meðferð með Lynparza stendur hefur verið greint frá þróttleysi, þreytu og sundli og eiga sjúklingar sem fá þessi einkenni að gæta varúðar við akstur og notkun véla.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum og kvensjúkdómum mega ávísa lyfið.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.