Zyban
Lyf gegn fíkn | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Búprópíón
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. september, 2000
Zyban er hjálparlyf til að hætta reykingum, ásamt stuðningsmeðferð. Lyfið inniheldur ekki nikótín en það hefur áhrif á sömu boðefni í heila og nikótín og dregur þar af leiðandi úr fráhvarfseinkennum og löngun í að reykja. Mælt er með því að byrja lyfjameðferð áður en reykingum er hætt. Best er að drepa í síðustu sígarettunni um 8 dögum eftir að lyfjameðferðin hefst.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
150 mg á dag í 6 daga, síðan 150 mg 2svar á dag í 7-9 vikur. Þegar lyfið er tekið 2svar á dag þurfa að líða minnst 8 klst. milli skammta. Töflurnar gleypist heilar. Má hvorki mylja þær né tyggja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið nær hámarksþéttni í blóði um 3 klst. eftir inntöku. Úr löngun í reykingar dregur smám saman á nokkrum dögum.
Verkunartími:
Lyfið skilst út úr líkamanum á um 10 dögum eftir að töku þess er hætt. Eftir 1 ár frá meðferð halda um 30% ennþá reykbindindi.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu. Mundu að það þurfa að líða minnst 8 klst. milli skammta.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Engin vandkvæði fylgja því að hætta meðferð. Það er þó ráðlegt að hafa samband við lækni ef þú vilt hætta fyrr en ákveðið var í upphafi meðferðarinnar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stórir skammtar af lyfinu auka líkur á aukaverkunum og geta valdið krömpum. Leitaðu læknis ef þú tekur of stóran skammt.
Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt ekki notað lengur en í 9 vikur í senn. Rannsóknir á notkun í lengri tíma benda þó ekki til neinna vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru oftast vægar og hverfa eftir nokkurra vikna meðferð. Ógleði af völdum lyfsins getur dvínað ef það er tekið með mat.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun, hiti | |||||||
Gula | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur | |||||||
Hreyfitruflanir, parkinsonseinkenni | |||||||
Höfuðverkur, svimi, svefnleysi | |||||||
Krampar | |||||||
Munnþurrkur, hægðatregða | |||||||
Ógleði, uppköst, kviðverkir, meltingartruflanir | |||||||
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur fyrir brjósti | |||||||
Þunglyndi, kvíði, eirðarleysi, skjálfti | |||||||
Þvagtregða, aukin tíðni þvagláta |
Milliverkanir
Þær breytingar sem verða á líkamanum við að hætta að reykja, með eða án meðferðar með Zyban, geta haft áhrif á virkni annarra lyfja. Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að breyta skömmtum. Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert í vafa.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alphagan
- Azilect
- Brimonidin Bluefish
- Depo-Medrol
- Diprospan
- Mirvaso
- Rasagilin Krka
- Simbrinza
- Solu-Medrol
Getur haft áhrif á
- Alkindi
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Bloxazoc
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Decortin H
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Epidyolex
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Grepid
- Hydrokortison Orion
- Hypotron
- Klomipramin Viatris
- Logimax
- Logimax forte
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Midodrin Evolan
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Olanzapin Actavis
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oropram
- Paxetin
- Paxlovid
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Solu-Cortef
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Stilnoct
- Strattera (Lyfjaver)
- Sufenta
- Tambocor
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vesicare
- Volidax
- Zalasta
- Zoloft
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Getur þurft minni skammta.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með skert aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið. Lyfið getur aukið líkur á krömpum við áfengisfráhvarf.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.