Bupropion Teva
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Búprópíón
Markaðsleyfishafi: Teva B.V. | Skráð: 4. nóvember, 2021
Bupropion Teva er ætlað til meðferðar gegn þunglyndi hjá fullorðnum einstaklingum. Verkunarmáti lyfsins er ekki að fullu þekktur en talið er að lyfið auki magn ákveðinna boðefna (noradrenalíns og dópamíns) í heila og minnki þ.a.l. einkenni þynglyndis. Lyfið bætir þannig skap, eykur líkamlega virkni, matarlyst og áhuga á daglegu lífi. Eins og á við um öll þunglyndislyf er ekki víst að áhrif lyfsins gegn þunglyndi komi að fullu fram fyrr en eftir nokkurra vikna meðferð. Þunglyndissjúklinga skal meðhöndla í nægilega langan tíma, a.m.k. 6 mánuði, til að tryggja að þeir séu lausir við einkennin. Forðast skal að taka lyfið inn á kvöldin þar sem lyfið getur valdið erfiðleikum við svefn og því skal ávallt taka lyfið inn á morgnana með 24 klst. millibili.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur með breyttan losunarhraða til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
150-300 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar. Þær má hvorki mylja né tyggja.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundinn eftir sjúkdómsástandi.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn eftir sjúkdómsástandi.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt, skaltu bíða og taka næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að taka lyfið eða minnka skammtinn án samráðs við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu sem fyrst samband við lækninn þinn, eiturefnamiðstöðina (sími 543 2222) eða bráðamóttöku næsta sjúkrahúss.
Langtímanotkun:
Meðferðarlengd er mismunandi, a.m.k. 6 mánuðir.
Aukaverkanir
Svefnleysi er mjög algeng aukaverkun sem er oft skammvinn. Draga má úr svefnleysi með því að forðast inntöku lyfsins seinni part dagsins.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hiti, brjóstverkur, máttleysi | |||||||
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot | |||||||
Hækkaður blóðþrýstingur | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Krampar | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Munnþurrkur, meltingartruflanir, ógleði og uppköst | |||||||
Sjóntruflanir, eyrnasuð | |||||||
Svefnleysi | |||||||
Truflað bragðskyn, svitamyndun | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Æsingur, kvíði, skjálfti, sundl |
Milliverkanir
Samhliða notkun Bupropion Teva og nikótínforðaplástra getur valdið hækkun á blóðþrýstingi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alphagan
- Azilect
- Brimonidin Bluefish
- Depo-Medrol
- Diprospan
- Mirvaso
- Rasagilin Krka
- Simbrinza
- Solu-Medrol
Getur haft áhrif á
- Alkindi
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Atomoxetin Actavis
- Atomoxetin Medical Valley
- Atomoxetine STADA
- Bloxazoc
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Decortin H
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Epidyolex
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Grepid
- Hydrokortison Orion
- Hypotron
- Klomipramin Viatris
- Logimax
- Logimax forte
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Midodrin Evolan
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Noritren
- Olanzapin Actavis
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oropram
- Paxetin
- Paxlovid
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Solu-Cortef
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Stilnoct
- Strattera (Lyfjaver)
- Sufenta
- Tambocor
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vesicare
- Volidax
- Zalasta
- Zoloft
- Zypadhera
- Zyprexa
- Zyprexa Velotab
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með eða hafir verið með átröskun (lystarstol, lotugræðgi)
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú sért með sykursýki
- þú neytir áfengis í miklum mæli
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
- þú hafir hlotið alvarlegan höfuðáverka eða hafir sögu um slíkan áverka
- þú hafir nýlega hætt notkun róandi lyfja eða ætlir að hætta slíkri notkun
- þú sért með heilaæxli eða annað æxli í miðtaugakerfinu
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Notkun lyfsins er ekki ráðlögð.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Einhverjir kunna af vera næmari fyrir lyfinu.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Ekki skal neyta áfengis á meðan inntöku lyfsins stendur yfir.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Taflan er með hjúp sem losar lyfið smám saman inni í líkamanum. Eitthvað sem líkist töflu gæti sést í hægðunum. Þetta er tómur hjúpur á leiðinni úr líkamanum.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.