Xylocain án rotvarnarefna
Staðdeyfilyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Lídókaín
Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. apríl, 1986
Xylocain án rotvarnarefna inniheldur virka efnið lídókaín og er staðdeyfandi. Þegar það er borið á húð hindrar það að taugaboð berist frá skynfrumum undir húðinni. Hlaupið má nota hjá fullorðnum og börnum í öllum aldurshópum. Það er notað til að deyfa staðbundið fyrir ýmsar skoðanir í endaþarmi, öndunarvegi eða þegar leggur er settur upp. Það má einnig nota Xylocain án rotvarnarefna til að deyfa sársauka af völdum bólgu í þvagblöðru og þvagrás og til verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hlaup (20 mg/g) í 10 g áfylltum sprautum.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir:
Ef læknir hefur ávísað Xylocain án rotvarnarefna hlaupi á að fylgja fyrirmælum hans. Annars á að nota það magn sem þarf til að draga úr verkjum. Berið þunnt lag af hlaupinu á það húðsvæði sem á að meðhöndla. Bíðið eins lengi og kostur er með að endurtaka meðferðina og gerið það ekki nema
þess gerist þörf.
Börn:
Ekki á að nota Xylocain án rotvarnarefna hlaup handa börnum yngri en 2 ára nema læknir hafi ávísað
því. Skammtar handa börnum yngri en 12 ára eiga ekki að vera stærri en 6 mg/kg.
Handa barni sem vegur:
- 15 kg má í mesta lagi nota 4,5 g af hlaupi í hvert skipti.
- 20 kg má í mesta lagi nota 6 g af hlaupi í hvert skipti.
- 30 kg má í mesta lagi nota 9 g af hlaupi í hvert skipti.
Ekki á að nota Xylocain án rotvarnarefna oftar en 4 sinnum á sólarhring.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Staðdeyfandi verkun kemur fljótt fram eða innan 5 mínútna.
Verkunartími:
Um 20-30 mínútur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nota má Xylocain án rotvarnarefna hlaup með mat og drykk. Ef Xylocain án rotvarnarefna hlaup hefur verið notað í munn eða kok má ekki borða fyrr en 2 tímum eftir deyfinguna til að koma í veg fyrir ásvelgingu.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið við lægri hita en 25°C. Xylocain án rotvarnarefna hlaup má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Lídókaín er almennt ekki notað nema í skamman tíma í senn.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Særindi í hálsi eftir aðgerð þegar barkaslanga hefur verið smurð með lyfinu |
Milliverkanir
Sjúklingar sem fá meðferð með lyfjum af flokki III við hjartsláttartruflunum (t.d. amiodaron) eiga að vera undir nánu eftirliti og hafa á í huga að taka hjartarafrit þar sem áhrif á hjartað geta verið samleggjandi.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cordarone
- Cosopt sine
- Dailiport
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Fixopost
- Fotil forte
- Ganfort
- Klacid
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modigraf
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Tambocor
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Xalcom
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú ert með ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum af sama flokki og Xylocain (t.d. prílókaíni eða cinchokaíni)
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Nota má Xylocain án rotvarnarefna hlaup meðan barn er á brjósti. Ekki má nota Xylocain án
rotvarnarefna hlaup á geirvörturnar rétt fyrir gjöf. Ef Xylocain án rotvarnarefna hlaup hefur verið
borið á geirvörturnar er mjög mikilvægt að það sé hreinsað vel af áður en barnið er sett á brjóst.
Börn:
Ekki á að nota Xylocain án rotvarnarefna hlaup handa börnum yngri en 2 ára nema læknir hafi ávísað
því.
Eldra fólk:
Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum.
Akstur:
Lyfið getur skert hreyfigetu og samhæfni tímabundið.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.