Lidokain-tetrakain - forskriftarlyf

Staðdeyfilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Lídókaín Tetrakaín

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 14. mars, 2023

Lidokain-tetrakain er forskriftarlyf. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Lyfið inniheldur tvö virk efni - 23% lídókaín og 7% tetrakaín, sem tilheyra bæði flokki lyfja sem kallast staðdeyfilyf. Smyrslið er ætlað til notkunar á húð til yfirborðsdeyfingar. Það kemur í veg fyrir sársauka í tengslum ýmsar aðgerðir eins og til dæmis þegar fjarlægja á húðflúr. Lyfið deyfir húðina í stutta stund.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Smyrsli til útvortis notkunar.

Venjulegar skammtastærðir:
Notist samkvæmt leiðbeiningum frá lækni. Aðeins má nota lyfið á heila húð. Þvoið hendur að meðhöndlun lokinni. Forðast skal að fá lyfið í augu, eyru og nef. Ef það gerist skal skola svæðið rakleiðis með vatni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Á nokkrum mínútum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin þörf.

Geymsla:
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið lyfið meðferðis. Lyfið getur verið skaðlegt ef notað í of stórum skömmtum. Ef meðvitund er skert eða öndunarerfiðleikar til staðar hafið rakleiðis samband við 112.

Langtímanotkun:
Ekki ætlað til langtíma notkunar.


Aukaverkanir

Tímabundinn roði, stingur, breyting á húðlit og bólga getur komið fram. Ofnæmisviðbrögð eru sjaldgæf en geta komið fram eins og af öðrum lyfjum.


Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Brjóstagjöf:
Ekki til upplýsingar um notkun á meðan brjóstagjöf stendur.

Annað:
Hættu notkun og leitaðu tafarlaust hjálpar ef þú upplifir eitthvað af eftirfarandi einkennum: föl-, grá- eða bláleit húð, höfuðverkur, hraður hjartsláttur, verð/ur andstuttur, svimi eða þreyta.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.