Genotropin
Hormónalyf, önnur en kynhormónar og insúlín | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Somatropin
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 27. desember, 2000
Genotropin er hormónalyf sem inniheldur virka efnið sómatrópín sem er vaxtarhormón. Sómatrópín hefur eins byggingu og náttúrulegt vaxtarhormón líkamans sem er nauðsynlegt fyrir vöxt beina og vöðva. Genotropin er ætlað til meðferðar á vaxtartruflunum hjá börnum og til að meðhöndla fullorðna og börn sem hafa staðfestan skort á vaxtarhormóni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í áfylltum lyfjapenna.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og fara eftir stærð, sjúkdómnum sem verið er að meðhöndla og hversu vel vaxtarhormón virka hjá þér. Ávísuðum skammti er sprautað undir húð einu sinni á dag, gott að gera það fyrir svefninn.
Geymsla:
Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymið lyfið í kæli (2°C-8°C) varið ljósi, lyfið má ekki frjósa. Utan kælis geymist lyfið í 1 mánuð við lægri hita en 25°C.
Ef skammtur gleymist:
Ef einn skammtur gleymist á ekki að tvöfalda næsta skammt til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist. Taktu næsta skammt á venjulegum tíma. Látið lækni vita af þeim skömmtum sem gleymast.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Meðferðalengd er einstaklingsbundin.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur, vökvasöfnun | |||||||
Brjóstastækkun hjá karlmönnum | |||||||
Hörundsroði, útbrot, kláði eða viðbrögð á stungustað | |||||||
Náladofi | |||||||
Vöðvaverkir, liðverkir |
Milliverkanir
Látið lækni vita af öllum lyfjum en séstaklega ef þú tekur sykursýkislyf, skjaldkirtilshormón, flogaveikilyf, kynhormón, barkstera eða ciklósporín. Læknir gæti þurft að aðlaga skammta þessara lyfja eða skammt Genotropins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Actrapid
- Alkindi
- Apidra
- Asubtela
- Cleodette
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diprospan
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Euthyrox
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Fiasp
- Harmonet
- Humalog
- Humalog KwikPen
- Humalog Mix25 KwikPen
- Humulin NPH KwikPen
- Hydrokortison Orion
- Ikervis
- Insulatard
- Insulatard FlexPen
- Kenacort-T
- Kliogest
- Lantus [Clikstar]
- Lantus [Solostar]
- Lederspan
- Lenzetto
- Levaxin
- Levemir FlexPen
- Levemir Penfill
- Livial
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Novo Mix 30 Penfill
- Novofem
- NovoMix 30 FlexPen
- NovoRapid
- NovoRapid FlexPen
- NovoRapid Penfill
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Ovitrelle
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Qlaira
- Rewellfem
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tibolon Orifarm
- Toujeo [DoubleStar]
- Toujeo [Solostar]
- Tresiba [FlexTouch]
- Tresiba [Penfill]
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Vivelle Dot
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- hvort þú sért með sykursýki
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
- þú sért með krabbamein
Meðganga:
Lyfið má ekki nota á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Það hafa ekki verið gerðar miklar rannsóknir á notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf. Gæta skal varúðar og ræða við lækni.
Börn:
Lyfið er einnig ætlað börnum og eru skammtar einstaklingsbundnir.
Eldra fólk:
Skammtaaðlögun gæti verið nauðsynleg.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í efnaskipta- og innkirlalækningum mega ávísa Genotropin.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.