Tramól (afskráð ágú. 2011)
Verkjalyf | Verðflokkur: $medicine.getPriceCategory().name | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Tramadól
Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. mars, 1998
Tramadól er sterkt verkjalyf sem virkar á svipaðan hátt og morfín. Verkjastillandi áhrif þess eru svipuð áhrifum morfíns en ólíkt morfíni er ávanahætta hverfandi af tramadóli. Stórir skammtar af tramadóli valda síður öndunarbælingu en af morfíni og eitrunarhætta þess er því minni. Tramadól slær á hósta en ólíkt morfíni hefur það ekki áhrif á þarmahreyfingar. Tramadól er notað við meðalsárum og sárum verkjum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru misjafnir eftir eðli verkja og næmi sjúklings. 50-100 mg í senn 3-4 sinnum á dag. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 1 klst.
Verkunartími:
4-6 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin. Þó er mögulegt að greipaldinsafi geti haft áhrif á niðurbrot tramadóls í líkamanum og því ber að forðast að neyta hans á meðan lyfið er tekið.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef lyfið er tekið að staðaldri skaltu taka skammtinn sem fyrst og halda áfram að taka lyfið með sama millibili og áður. Ef lyfið er tekið við tilfallandi verkjum má sleppa skammtinum og taka lyfið þegar þörf krefur. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Séu forsendur fyrir lyfjatöku ekki lengur fyrir hendi má hætta töku þess. Hafðu samband við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni sem fyrst ef mjög stór skammtur er tekinn. Ef öndun er hæg eða óregluleg, sjúklingur kastar upp, fær krampa eða meðvitund skerðist þarf að koma sjúklingi strax til læknis.
Langtímanotkun:
Líkur á því að mynda þol fyrir lyfinu eru hverfandi og óhætt er að nota lyfið í langan tíma ef þörf krefur.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði og svimi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Höfuðverkur, svimi, sljóleiki | ![]() |
![]() |
|||||
Krampar | ![]() |
![]() |
![]() |
||||
Munnþurrkur, aukin svitamyndun | ![]() |
![]() |
|||||
Ógleði, uppköst, hægðatregða | ![]() |
![]() |
|||||
Skapgerðarbreytingar | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | ![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
|||
Þvagtregða | ![]() |
![]() |
![]() |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með lungnasjúkdóm, svo sem astma eða berkjubólgu
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið getur haft áhrif á fóstur og/eða nýbura.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Getur þurft minni skammta.
Akstur:
Lyfið getur skert athygli og dregið úr aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif tramadóls. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.